Sumarhátíð Veiðihornsins hefst í dag

Anna María Clausen og Ólafur Vigfússon á góðri stundu í …
Anna María Clausen og Ólafur Vigfússon á góðri stundu í Suðurhöfum. Í dag hefst veiðisumarið formlega hjá mörgum með Sumarhátíð Veiðihornsins. Ljósmynd Stuart Webb
Sumarhátíð Veiðihornsins hefst í dag. Dagskráin er fjölbreytt og fyrir marga veiðimenn er þessi árlegi viðburður raunverulegt upphaf sumars. Veiðihornið hefur fagnað nýju veiðisumri fyrstu helgina í júní í mörg ár.

„Nokkrir fastir liðir eru á sumarhátíð árlega en þar má helst telja,
kynningu á nýjum vörum, góð tilboð til viðskiptavina okkar og magnað
happdrætti auk þess sem við grillum "þjóðarréttinn", SS pylsur,“ sagði Ólafur Vigfússon í samtali við Sporðaköst.
Að vanda verður mikið um tilboð og eins og Ólafur sagði: „Við ætlum að gefa Sage
Spectrum C fluguhjól með öllum keyptum Sage flugustöngum, Redington
Behemoth fluguhjól með öllum keyptum Redington tvíhendum og  Veiðikortið
2020 verður einnig frítt með keyptum Redington fluguveiðipökkum svo
eitthvað sé nefnt.“

Árlega happdrættið er glæsilegt að vanda.  4 vinningar.  Þar á meðal
Sage X sem alla veiðimenn dreymir um að eignast að verðmæti 159.900 og
veiðijakki frá Simms en auk þess verður Redington Rise fluguhjól og Rio
flugulína í vinning.  Dregið verður á sunnudagskvöld og vinningshafar
kynntir á Facebook síðu Veiðihornsins á mánudag.

„Við kveikjum upp í grillinu og bjóðum pylsur og gos um hádegisbil.

Börkur Smári Kristinsson, vottaður FFI flugukastkennari verður með
tilsögn klukkan 12 á hádegi báða dagana og Villimennirnir, Elías Pétur
og Guðni Hrafn ætla að leiðbeina með fluguval um kl 13 báða dagana.

Við höfum haldið Sumarhátíð fyrstu helgi í júní í mörg
ár og margir farnir að spyrja nú hvort engin hátíð verði haldin í
kófinu.  Við höfum verið að fá nokkur hundruð heimsóknir á þennan
viðburð árlega sem markar í huga margra að stangveiðitímabilið sé
loksins hafið,“ sagði Ólafur að lokum.
Það gæti alveg verið bíltúrsins virði að kíkja í Veiðihornið í dag eða á morgun.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert