Hefðbundin byrjun í Leirársveit

Ólafur Johnson leigutaki með 88 sentimetra fisk sem hann veiddi …
Ólafur Johnson leigutaki með 88 sentimetra fisk sem hann veiddi neðan við Sunnefjufoss. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Laxá í Leirársveit í morgun. Þrátt fyrir mikið vatn og nokkurn lit á ánni var búið að landa þremur löxum fyrir hádegi. Ólafur Johnson leigutaki landaði 88 sentimetra fiski í Sunnefjufossi. Aðrir veiddust í Laxfossi og Vaðstreng. 

Haukur Geir Garðarsson leigutaki með smálax á opnunardegi í Laxá …
Haukur Geir Garðarsson leigutaki með smálax á opnunardegi í Laxá í Leirársveit. Ljósmynd/Aðsend

Eftir hádegi kom einn fiskur á land og nokkrir misstust. „Þetta lítur bara ágætlega út. Við sáum fiska víða og við vitum að laxinn byrjaði að ganga 19. maí. Það var hins vegar kalt í dag og áin aðeins skoluð. Þetta er svona hefðbundinn opnunardagur í Laxá í Leirársveit. Oft höfum við verið að fá þrjá til fimm laxa á opnunardegi, en það er langt síðan við höfum séð lax svo ofarlega.

Á morgun opna Laxá í Kjós, Eystri-Rangá og Miðfjarðará. Það verður spennandi dagur og fljótlega munu menn sjá hvert sumarið stefnir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert