Þrjár af þeim stóru opnuðu í morgun

Einn af fyrstu löxunum í Miðfjarðará í morgun. Gunnar Baldur …
Einn af fyrstu löxunum í Miðfjarðará í morgun. Gunnar Baldur Norðdahl veiddi þennan lax í Hlaupunum í Austurá. Ljósmynd/Aðsend

Veiði byrjaði í Miðfjarðará, Eystri-Rangá og Laxá í Kjós í morgun. Umtalsvert magn af fiski hafði sést bæði í Miðfjarðará og Eystri-Rangá og ríkti þar veruleg spenna. Þrír laxar veiddust í Miðfjarðará í morgun og töluverður fjöldi laxa misstist. Einn kom úr Hlaupunum í Austurá og tveir úr Vesturá, þar af annar úr Túnhyl.

Spennandi verður að fylgjast með seinni vaktinni í Miðfirðinum þar sem menn sáu mikið af fiski í morgun.

Eystri-Rangá opnaði í morgun og þar var mikið fjör. Átta löxum var landað fyrir hádegi og þó nokkrir misstust. Guðmundur Atli Ásgeirsson, einn af leigutökum Rangár sagði í samtali við Sporðaköst að sér fyndist þetta líta afar vel út. „Við vorum að sjá laxa mjög víða og fiskurinn er afskaplega vel haldinn. Þetta er mun betri opnun og útlit en í fyrra,“ Guðmundur Atli.

Glæsilegur vorlax tekinn í Eystri-Rangá í morgun. Jónas Hagan landaði …
Glæsilegur vorlax tekinn í Eystri-Rangá í morgun. Jónas Hagan landaði þessum fallega fiski. Ljósmynd/Aðsend

Þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður var þremur löxum landað í Laxá í Kjós í morgun. „Áin óð upp milli sjö og níu í morgun og var eftir það orðin eitt beljandi fljót og hún varð kolmórauð. Hún var í raun svo mikil að hún var allt að því hættuleg,“ sagði Haraldur Eiríksson við Laxá í Kjós í morgun. 

Laxfoss og Kvíslafoss voru einn beljandi og óveiðanlegur flaumur. „Við vitum að hún er fljót upp og líka fljót niður. Við  þurfum bara að losna við litinn úr henni.“

Jóhannes Hinriksson með fallegan tveggja ára lax úr Eystri í …
Jóhannes Hinriksson með fallegan tveggja ára lax úr Eystri í dag. Samtals komu á land sextán fiskar sem helmingi meira en í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Smálax veiddist í Króarhamri og er það óvanalegt svo ofarlega í Laxá í opnun. Haraldur sagði að töluvert magn hefði sést af lax í Kjósinni og þeir vissu til þess að hann væri undir þó að flaumurinn væri mikill þessa stundina.

Uppfært að loknum veiðidegi

Þegar veiði lauk í Eystri-Rangá voru komnir sextán laxar á land. Allt voru þetta stórlaxar og margir fiskar voru misstir.

Agnar Þór Guðmundsson með fyrsta laxinn úr Laxá í Kjós …
Agnar Þór Guðmundsson með fyrsta laxinn úr Laxá í Kjós 2020. Laxinn tók SunRay á Fossbreiðunni. Ljósmynd/Aðsend

Laxá í Kjós endaði í fimm fiskum sem verður að teljast afar gott þar sem áin var kakói stóran hluta dags.

Miðfjarðará enda með sjö laxa og er það lakara en mátti við búast. Það er ljóst að hún á talsvert inni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert