Hittu Scott MacKenzie í eigin persónu

Scott MacKenzie margfaldur heimsmeistari í speyköstum hittir íslenska veiðimenn í …
Scott MacKenzie margfaldur heimsmeistari í speyköstum hittir íslenska veiðimenn í Veiðihorninu á laugardag. Ljósmynd/Aðsend

Scott MacKenzie er margfaldur heimsmeistari í speyköstum.  Hann er einnig hönnuður MacKenzie tvíhenda sem sannarlega hafa vakið verðskuldaða athygli um Evrópu. Hann er staddur hér á landi og mun hitta íslenska veiðimenn um helgina.

Scott verður gestur Veiðihornsins í Síðumúla um helgina.  Á laugardag verður hann í verslun Veiðihornsins í Síðumúla. Þar mun gefast tækifæri til að ræða við meistarann sjálfan um stangir og veiðigræjur almennt. Klukkan 13 mun hann bjóða upp á kastsýningu. Á sunnudag verður hann með námskeið fyrir byrjendur og á mánudag tvö tvíhendunámskeið ætluð lengra komnum.

Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast miklum meistara augliti til auglits og um leið að kynnast manninum sem er margfaldur heimsmeistari í speyköstum. 

Scott MacKenzie býður upp á kastnámskeið bæði á laugardag og sunnudag, fyrir takmarkaðan fjölda þátttakenda. Áhugasamir geta skráð sig hjá Guðmundi Atla Ásgeirssyni í síma 8446900.

Fyrstir koma fyrstir fá er reglan í þessu sagði Guðmundur Atli í samtali við Sporðaköst. 

Fyrsta árið sem Scott varð heimsmeistari í speyköstum kastaði hann hvorki meira né minna en 46,6 metra.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert