Robson landaði fyrsta laxinum í Fitjá

Robson Green með 78 sentímetra lax úr Kerhól í Fitjá.
Robson Green með 78 sentímetra lax úr Kerhól í Fitjá. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Mjög lífleg fyrsta vakt var í Víðidalsá og Fitjá í morgun þegar fyrstu veiðimennirnir opnuðu ána. Fyrsti laxinn í Víðidals kom á land mjög fljótlega og veiddist hann í Steinafljóti, sem er ofarlega í ánni. Robson Green breski kvikmyndaleikarinn og félagi hans James Murray veiddu fyrsta fiskinn í Fitjá sem er hliðará Víðdalsár.

Alls veiddust fimm laxar á fyrstu vaktinni og sáust víða fiskur. Óhætt er að segja að þetta hafi verið með líflegri fyrstu vöktum í Víðidals í opnun í langan tíma.

Öll svæði í ánni gáfu fisk nema neðsta svæðið en þar sást mikið líf og stór fiskur misstist í Þorra.

Fleiri ár voru opnaðar í dag. Veiði byrjaði í Ytri Rangá og þrír laxar komu á land á frekar rólegri vakt. Nokkrir laxar misstust og sex urriðum var landað. Stærsti fiskurinn var 88 sentímetra hrygna sem veiddist á Rangárflúðum. Hinir tveir laxarnir voru smálaxar. Aðeins var veitt á hluta þeirra stanga sem í boði eru í Ytri Rangá.

Laxá í Aðaldal var einnig í sviðsljósinu í morgun. Þar byrjaði veiðitímabilið mjög rólega og náðist ekki lax á land á Laxamýrarsvæðinu. Jón Helgi Björnsson Laxamýrarbóndi varð þó var við að laxar voru að koma inn á flóðinu og fékk hann tvær eltingar, þar sem hann var við veiðar neðan Æðarfossa.

Veiði í Vatnsdalsá hefst í dag og verða fyrstu köstin tekin síðdegis. Deildará á Sléttu er opin og fyrstu veiðimenn sem þar komu við lönduðu tveimur löxum og sáu fleiri.

Það var kátt á hjalla í Ytri Rangá í morgun. …
Það var kátt á hjalla í Ytri Rangá í morgun. Þessi stórlax veiddist á Rangarflúðum og mældist 88 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert