Vatnsdalsá gaf sex laxa á fyrstu vakt

Margrét Haraldsdóttir með glæsilegan Vatnsdalsárlax í opnun í dag.
Margrét Haraldsdóttir með glæsilegan Vatnsdalsárlax í opnun í dag. Ljósmynd/Aðsend

Þær systur í Húnavatnssýslunum, Vatnsdalsá og Víðidalsá, áttu góðan dag í dag. Vatnsdalsá gaf sex laxa á opnunarvaktinni. Þar á bæ var byrjað að veiða klukkan þrjú í dag og lönduðu veiðimenn samtals sex löxum og misstu einhverja.

Björn K. Rúnarsson, leigutaki í Vatnsdal með nýgenginn lax sem …
Björn K. Rúnarsson, leigutaki í Vatnsdal með nýgenginn lax sem veiddist seinnipartinn. Ljósmynd/Aðsend

Ágætur gangur var áfram í Víðidalsá og lauk deginum á samtals ellefu löxum og þar á meðal var fyrsti hundraðkallinn dreginn á land og ljósmyndaður. Það var hængur sem veiddist efst í Harðeyrarstreng.

Af öðrum ám er það að frétta að Ytri Rangá endaði með þrjá laxa, en sterk austan átt gerði það að verkum að menn hættu mjög snemma.

Jóhann Hafnfjörð Rafnsson á Skipstjórabreiðu í Víðidalsá. Þessi mældist 82 …
Jóhann Hafnfjörð Rafnsson á Skipstjórabreiðu í Víðidalsá. Þessi mældist 82 sentímetrar. Nokkru áður hafði Jóhann misst stærri fisk á sama stað. Ljósmynd/Aðsend

Það vekur sérstaka athygli hversu vel 2ja ára laxinn er haldinn. Fiskarnir eru upp til hópa þykkir og sterkir og skiptir þá engu hvort horft er á Norðurá, Miðfjörð, Víðidal eða Vatnsdal. Þetta er gleðiefni fyrir marga veiðimenn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert