Sá stærsti á Íslandi í sumar kom í Kjós

Gauji rakari eða Guðjón Þór Guðjónsson með laxinn úr Káranesfljóti. …
Gauji rakari eða Guðjón Þór Guðjónsson með laxinn úr Káranesfljóti. Hann mældist 101,5 sentímetri og var sú mæling staðfest af Haraldi Eiríkssyni. Ljósmynd/Aðsend

Stærsti lax sumarsins, sem er reyndar rétt að byrja, veiddist í Laxá í Kjós í kvöld. Það var Gauji rakari eða Guðjón Þór Guðjónsson sem setti í skepnuna í Káranesfljóti og landaði eftir langa og afar stressandi bardaga.

„Við vorum í Kvíslarfossi og ég var með henni Kötku leiðsögumanni sem var að leiða okkur í allan sannleika um litlar flugur. Allt í einu kom Haraldur Eiríksson og segir mér að koma í Káranesfljót. Hann sagði að hann tryði ekki öðru en að þar væri lagstur lax. Við drifum okkur þangað. Halli segir notaðu þessa Collie Dog númer 14 og ég, mjög montinn af nýju Sage stönginni minni samþykki það. Í þriðja kasti tók þessi fiskur eins og kafbátur. Ég varð stressaður þegar ég hugsaði til þess að ég var með tíu punda taum. Síðar kom í ljós að það var vindhnútur á taumnum. Mér var ætlaður þessi lax,“ sagði Gauji rakari í samtali við Sporðaköst fljótlega eftir að hann landaði þessum fallega laxi.

Halli þurfti að troða honum í háfinn, sagði Gauji. Blaðkan …
Halli þurfti að troða honum í háfinn, sagði Gauji. Blaðkan er ótrúlega flott. Hann var með Collie Dog númer 14, á tíu punda taumi og í bónus var vindhnútur. "Mín stærsta stund í laxveiði," sagði hann. Ljósmynd/Aðsend

Fiskurinn mældist 101,5 sentímetrar og er þar með stærsti lax sem veiðst hefur hingað til sumarið 2020 á Íslandi.

„Ég er búinn að veiða lax síðan 1986 og var reyndar pabba og afa 1972 hér í Kjósinni, en þetta er alskemmtilegasta stund í laxveiði sem ég hef upplifað. Þetta eru svo sterk dýr. Ég víbraði eftir þetta og sagði strákunum að halda áfram, ég væri góður. Einhverjir af veiðifélögunum segja að það hafi blikað á gleðitár á hvarmi. Ég þræti ekki fyrir það. Þeir eru með mér hér á svæði Jón Þór Hjaltason og Björgvin Halldórsson. Topp menn og ég hef séð um hárið á bó frá því 1987. Það var gaman að gleðjast með þessum höfðingjum á þessum tímamótum,“ sagði rakarinn og var í fallegu uppnámi yfir þessum atburði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert