Kröftug byrjun í Dölunum

Ásdís Jónsdóttir með fyrsta laxinn úr Dölunum sumarið 2020.
Ásdís Jónsdóttir með fyrsta laxinn úr Dölunum sumarið 2020. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Laxá í Dölum í morgun. Á fyrstu tveimur tímunum var búið að landa fimm löxum og búið að missa þrjá fiska. Það vakti athygli í þessu hjónaholli sem opnar Dalina að bara konur höfðu veitt þá fiska sem komnir voru á land. Karlarnir voru ekki komnir á blað þegar þetta er skrifað.

Guðný María Jóhannsdóttir með lax númer tvö. Sá veiddist í …
Guðný María Jóhannsdóttir með lax númer tvö. Sá veiddist í Svartfossi. Ljósmynd/Aðsend

Leiðindaatvik setti svip sinn á morguninn þar sem neðsti hluti Laxár var í algeru kakói og óveiðanleg fyrstu klukkutímana, frá Höskuldsstaðastrengjum og niður úr.

„Áin er í fullkomnu vatni og víða kominn fiskur. Auðvitað bæði skemmtilegt og skrítið að bara konurnar hafa fengið fisk, en það hlýtur að fara að koma tími á okkur karlana,“ sagði Stefán Sigurðsson í samtali við Sporðaköst.

Berglind Þóra Steinarsdóttir fékk sinn fyrsta snemma í morgun.
Berglind Þóra Steinarsdóttir fékk sinn fyrsta snemma í morgun. Ljósmynd/Aðsend

„Við Harpa vorum óheppin að fá mest spennandi svæðið fyrsta morguninn og svo var þetta allt í kakó, en hún er að hreinsa sig núna.“

Ásdís Jónsdóttir veiddi fyrsta laxinn og fljótlega fékk Guðný María Jóhannsdóttir sinn fyrsta og þær Berglind Steinarsdóttir og Harpa Þórðardóttir lönduðu fallegum fiskum.

Hefð er fyrir því að fyrsta kvöldið þegar veiðimenn koma til að undirbúa opnun, að boðið er upp á brauðtertu. Sara Pétursdóttir hannar og smyr kökuna. Þetta eru miklir majoneshleifar og tilhlökkunarefni árlega að sjá nýja útgáfu. Kakan í ár þótti ekki bara ljúffeng heldur einstaklega smekkleg og skreytt alvöru flugum, sem um leið var ábending um hvaða flugur gætu virkað best.

Dömufrí í Dölunum. Harpa Hlín með fallegan fisk úr Höskuldsstaðastrengjum.
Dömufrí í Dölunum. Harpa Hlín með fallegan fisk úr Höskuldsstaðastrengjum. Ljósmynd/Aðsend

Opnunin 2020 er alger andstæða opnunarinnar í fyrra. Þá kom enginn fiskur á land í opnunarhollinu. Nú hins vegar er allt að gerast og verður spennandi að fylgjast með Laxá í sumar.

Brauðtertan hennar Söru. Þetta er útlitið 2020. Gæðin voru mikil …
Brauðtertan hennar Söru. Þetta er útlitið 2020. Gæðin voru mikil segja þeir veiðimenn sem Sporðaköst hafa náð í. Ljósmynd/Aðsend

Nessvæðið með fjóra á fyrstu vakt

Veiði hófst á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal í gær og var fjórum löxum landað eftir hádegi. Þá opnaði Hrútafjarðará fyrr í vikunni og komu tveir laxar á land í opnun þar. Var þar að verki Nils Folmer Jörgensen.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert