Við leitum að bestu veiðimyndum ársins

Dómnefnd, eigendur og sigurvegari í keppninni í fyrra. Frá vinstri. …
Dómnefnd, eigendur og sigurvegari í keppninni í fyrra. Frá vinstri. Ólafur Vigfússon, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson, Bjarni Bjarkason með verðlaunin, Golli ljósmyndari og María Anna Clausen. Nú stækkum við keppnina verulega. Ljósmynd/ES

Við hleypum nú af stað veiðiljósmyndasamkeppninni sem var svo vinsæl í fyrra. Það er Árvakur, Veiðihornið í Síðumúla og Sporðaköst sem standa að samkeppninni. Í fyrra völdum við bara eina mynd og var það veiðimynd ársins. Nú ætlum við að gera betur og vera með fjóra flokka. Þeir eru eftirfarandi. Ungir veiðimenn, Veiðikonur, Stórir fiskar og loks Veiðimynd ársins.

Vegleg verðlaun verða veitt í hverjum flokki:

Ungir veiðimenn -  Redington krakka fluguveiðipakki
Veiðikonur – Simms G3 Guide dömu Gore-tex veiðijakki
Stórir fiskar – Mclean háfur með innbyggðri vigt
Veiðimynd ársins – Sage Igniter einhenda

Allar myndir sem sendar eru inn til þátttöku er gjaldgengar og mun dómnefnd skipuð reynsluboltum, bæði í veiði og ljósmyndun fara yfir og meta hvern flokk fyrir sig.

Veiðimynd ársins 2019. „Þarna er allt undir. Háfurinn er í …
Veiðimynd ársins 2019. „Þarna er allt undir. Háfurinn er í minna lagi og ef þetta mistekst þá veiða þeir aldrei saman aftur,“ sagði m.a. í umsögn dómnefndar um Veiðimynd ársins í fyrra. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason

Þær myndir sem sendar eru inn er heimillt að birta í árlegu riti Veiðihornsins, Veiði 2021 og/eða öðrum auglýsingum Veiðihornsins  Með því að senda inn mynd samþykkir ljósmyndari slíka notkun á myndinni.

Senda skal myndirnar í góðri upplausn á netfangið eggertskula@mbl.is. Greina skal frá hvar myndin er tekin og hvað var að gerast. Þá er nauðsynlegt að fá nöfn þeirra sem eru á myndinni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýtur verðlaunin ef vel tekst til.

Endilega byrjið að senda myndir og Sporðaköst munu birta af og til skemmtilegar myndir og sögur með þeim. Nú er allt sumarið framundan og við munum síðar tilkynna um lokafrest til að senda inn myndir.

Veiðihornið í Síðumúla er samstarfsaðili Sporðakasta

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert