Hofsá og Selá með fimm hvor í morgun

Albert Jónsson með 93 sentímetra hæng úr Fossi 2, í …
Albert Jónsson með 93 sentímetra hæng úr Fossi 2, í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Hofsá og Selá í Vopnafirði í morgun. Að sögn Gísla Ásgeirssonar hjá Veiðiklúbbnum Streng voru skilyrði eins og best verður á kosið, gott veður og vatn í rúmlega meðallagi í báðum ánum. Í Hofsá var fimm löxum landað á morgunvaktinni og nokkrir misstir.

Julia Ratcliffe tekst á við fyrsta laxinn í Selá. Hann …
Julia Ratcliffe tekst á við fyrsta laxinn í Selá. Hann kom á land með dyggri aðstoð Gísla Ásgeirssonar. Ljósmynd/Aðsend

Svo skemmtilega vildi til að í Selá var líka fimm löxum landað og nokkrir misstir. Julia Ratcliffe veiddi þann fyrsta í Selá. Í Hofsá landaði Albert Jónsson 93 cm hæng í Fossi 2. Mest voru þetta tveggja ára laxar og vel haldnir.

Selá var ein aflahæsta laxveiðiáin í fyrra og með einna mestu veiði per stöng. Seiðamælingar í fyrra voru mjög jákvæðar fyrir báðar árnar og má búast við góðum smálaxagöngum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert