Spennandi opnun í Hafralónsá

Jón Þór Júlíusson með einn af fyrstu löxunum úr Hafralónsá. …
Jón Þór Júlíusson með einn af fyrstu löxunum úr Hafralónsá. Fiskurinn er afar vel haldinn og þessi opnun gefur góð fyrirheit um Norðausturlandið. Ljósmynd/Aðsend

Tveggja daga opnunarholl í Hafralónsá landaði níu stórlöxum. Þetta er spennandi opnun þar sem Hafralónsá er fyrsta áin á Norðausturlandi sem er opnuð. Níu laxar er mjög viðunandi opnun og var áin mjög vatnsmikil.

Meðal þeirra sem voru að opna ána voru Árni Heiðberg og Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa, sem leigir ána. Tveggja ára fiskurinn er mjög vel haldinn og verður spennandi að sjá hvernig norðausturhornið kemur út með tilliti til smálaxins.

Hafralónsá var vatnsmikil og þegar fer saman kröftugur fiskur og …
Hafralónsá var vatnsmikil og þegar fer saman kröftugur fiskur og mikið vatn, er eins gott að græjurnar klikki ekki. Ljósmynd/Aðsend

Á næstu dögum verða fleiri ár á svæðinu opnaðar, eins og Hofsá, Selá, Svalbarðsá og Sandá.

Góð veiði í Eystri

Það hefur verið hörkufín veiði í Eystri-Rangá og er hún vaxandi. Cezary Fijalkowski var við veiðar þar síðustu sex daga og segir hann yfir hundrað stórlaxa komna í bók. „Það er mikið af fiski að ganga í Eystri núna og þetta var hreinlega geggjaður tími og frábær veiði.“

Opnunarhollið í Laxá í Dölum endaði með fimmtán laxa og telst það góð opnun. Sama holl núllaði í hörmungarárinu í fyrra. Smálax er að ganga í Dalina og veit það á gott.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert