Lax genginn upp fyrir Skriðu í Hítará

Lax er genginn upp fyrir skriðuna miklu sem féll í Hítardal fyrir nánast réttum tveimur árum. Skriðan stíflaði farveg Hítarár en áin fann sér síðar nýjan farveg framhjá berghlaupinu. Það hafa margir óttast að lax myndi ekki ganga nýja farveginn, en nú er staðfest að hann gengur upp hann. 

Sporðaköst hafa fengið í hendur myndbönd og ljósmyndir sem veiðimenn tóku við enda Skriðunnar og þar má sjá laxa sem gengnir eru upp fyrir Skriðusvæðið án þess að laxastigi sé í farveginum. Þá veiddist lax í dag í veiðistaðnum Hróbjörg sem er nokkuð fyrir ofan Skriðu. Þetta þýðir að hátt í tuttugu kílómetra svæði opnast fram á dal fyrir laxinn. Myndbandið sem fylgir fréttinni er einmitt af viðureign veiðimanns við lax í Hróbjörgum í morgun.

Hugmyndir eru uppi um að grafa í gegnum Skriðuna til að endurheimta gamla farveg Hítarár. Það er risavaxin framkvæmd enda yrði um að ræða allt að 1200 metra langan skurð og áin að nýju leidd í gegnum gamla laxastigann sem var í Kattarfossi. Sá stigi þótti ekki virka sem skyldi og var hálfgerður farartálmi fyrir fiskinn.

Mikil ástæða er til þess að hafa áhyggjur af aðgengi fyrir veiðimenn, verði grafið í gegnum Skriðuna. Vegir beggja vegna skurðsins eiga að bæta úr því. Veiðimenn óttast hins vegar að þetta stóra opna sár sem skurðurinn vissulega verður fyrst í stað muni gera það verkum að í vætutíð muni áin verða lituð af framburði úr bökkum beggja vegna.

Veiðimenn sem hafa veitt nýja farveg Hítarár meðfram Skriðu eru ánægðir með farveginn og sjá þar mikil tækifæri.

„Þetta er góður dagur að það skuli staðfest að laxinn straujar upp nýja farveginn og fram á dal, og það án laxastiga. Það er virkilegt gleðiefni,“ sagði Orri Dór umsjónarmaður Hítarár í samtali við Sporðaköst. Hann segist jafnframt ánægður með heyra viðbrögð veiðimanna sem hafa skoðað og veitt nýja farveginn.

Endanleg ákvörðun um framkvæmdina liggur ekki fyrir og uppi eru skiptar skoðanir innan Veiðifélags Hítarár um hvort grafa eigi í gegn eða láta nýja farveginn standa. Á sama tíma er laxinn að notfæra sér nýja farveginn og veiðimenn líka.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert