Hörkuveiði í sunnlensku stórfljótunum

Bjarki Már Jóhannsson með fallegan Rangárlax úr þeirri Eystri. Veiðistaðurinn …
Bjarki Már Jóhannsson með fallegan Rangárlax úr þeirri Eystri. Veiðistaðurinn er Bátsvað. Ljósmynd/Aðsend

Veiðin í Eystri Rangá er nú eins og um topptíma sumarsins væri að ræða. Í gær var landað 102 löxum og 36 veiddust fyrir hádegi í morgun. Flest svæði eru inni og mikið af fiski á þeim. Urriðafoss í Þjórsá er að gefa hörkuveiði og eru þar öflugar smálaxagöngur. 

Ytri Rangá skilaði fjórtán löxum fyrir hádegi í dag og þar er stöðugur stígandi í veiðinni. Sunnlensku stórfljótin eru að skila sínu að því minnsta fyrri hluti sumars. Eystri Rangá er í sérflokki og er viðbúið að áin fari upp fyrir Urriðafoss þegar næstu veiðitölur birtast. Nú þegar eru komnir vel yfir fimm hundruð laxar úr Eystri.

Venjulega er besti tími sumars í ánni í kringum 20. júlí. Nú er að veiðast sama magn síðustu daga og hefur verið á besta tímanum.

Jóhannes Hinriksson staðarhaldari í Ytri Rangá er með kenningu varðandi þetta, þar sem enn er minni laxagengd í Ytri ánni. „Seiðunum í Eystri var sleppt mun síðar en hjá okkur og flestum öðrum. Seiðin þar fengu hlýrri móttökur í sjónum. Hiti sjávar hafði hækkað töluvert og því held ég að Eystri Rangá sé að koma svona vel út. Við ætlum að stilla okkur inn á sama módel og höldum seiðunum lengur í ár. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út næsta ár,“ sagði Jóhannes Hinriksson í samtali við Sporðaköst.

Einn þeirra sem eru að veiða í Eystri Rangá er Reynir M. Sigmundsson sem jafnframt er leiðsögumaður. Hann segist ekki hafa séð hana geyma svo mikið af fiski svo snemma. Hann notar orð á borð við: „Sturlun, geggjun, mokveiði,“ þegar hann er spurður um stöðuna. „Þetta er svakalega gaman,“ svo var hann rokinn á seinni vaktina.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert