Þriðji hundraðkallinn úr Blöndu

Tom Tynan með hundraðkallinn sinn í Blöndu. Sjálfur er hann …
Tom Tynan með hundraðkallinn sinn í Blöndu. Sjálfur er hann að detta í níutíu. Vantar bara þrjár vikur í þann virðulega aldur. Ljósmynd/Aðsend

Þriðji „hundraðkallinn“ veiddist í Blöndu í dag. Það var veiðimaður sem verður 90 ára eftir þrjár vikur sem setti í þennan flotta fisk og landaði honum.“ Veiðimaðurinn er sjálfur bráðum hundraðkall, en hann vantar aðeins þrjár vikur í nírætt.

Fiskurinn veiddist í efri hluta Blöndu í Kvíslármótum og var viðureignin snörp. Í þrígang fór fiskurinn langt niður á undirlínu en Tom Tynan hélt ró sinni og landaði þessum fiski eftir mikla baráttu.

Höfðingjanum sleppt. Þetta var mögnuð viðureign og í þrígang fór …
Höfðingjanum sleppt. Þetta var mögnuð viðureign og í þrígang fór hann langt niður á undirlínu, en þeir skildu sáttir. Ljósmynd/Aðsend

Það vekur athygli að þetta er þriðji hundraðkallinn í Blöndu í sumar og einungis Nesveiðar státa af slíku, en þar hafa veiðst þrír fiskar í þessum flokki.

Tom er frá Írlandi og var með leiðsögumann með sér í þessu ævintýri og var það Sverrir Þór Skaftason. 

Þetta er ekki stærsti fiskur sem Tom hefur landað, en sá fyrsti í sumar og gleðin var ósvikin. Fiskurinn var mældur marg sinnis til að staðfesta að hann næði 100 sentímetrum og það gerði hann.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert