Landaði öðrum hundraðkalli í Dölunum

Með hrygnuna stóru sem mældist 101 sentímetri og tók Green …
Með hrygnuna stóru sem mældist 101 sentímetri og tók Green But Micro kón í Þegjanda í Laxá í Dölum. Arnór fékk 102 sentímetra í sömu á fyrir fjórum dögum. Ljósmynd/Arnór Ísfjörð Guðmundsson

Hann gerir það ekki endasleppt í stórlaxaveiðinni hann Arnór Ísfjörð Guðmundsson. Hann veiddi 102 sentímetra hæng í Kristnapolli í Laxá í Dölum fyrir fjórum dögum. Hann skrapp aðeins í Grímsá í tvo daga og mætti svo aftur í Dalina í dag. Í fyrsta kasti í hvítfyssið í Þegjanda setti hann í fisk. 

„Ég sá strax að þetta var hrygna. Ég taldi hana áttatíu sentímetra plús þegar hún stökk. En það var ekki fyrr en ég komst í návígi við hana í einni Malarvíkinni að ég sá að þetta var risi,“ sagði Arnór í samtali við Sporðaköst, enn móður eftir að hafa landað þessari risahrygnu.

„Ég á bara ekki til orð. Úfffff,“ sagði hann bæði við sjálfan sig og fréttamann. Svo endurtók hann þetta. 

Sporðblaðkan á þessari hrygnu er svakaleg. Kenning Arnórs er að …
Sporðblaðkan á þessari hrygnu er svakaleg. Kenning Arnórs er að hún hafi farið út í vor og verið að koma aftur. Ljósmynd/Arnór Ísfjörð Guðmundsson

Arnór var einn við veiðar en er búinn að fá tilsögn í myndatöku og gat því stillt símann á sjálfvirka myndatöku.

„Hún mældist 101 sentímetri en var ekkert rosalega þykk. Mín kenning er að hún hafi farið út í sumar og verið að mæta aftur í ána. Hún var mjög björt og falleg.“

Það er fyllsta ástæða til að óska Arnóri Ísfjörð til hamingju með þessa veiðiviku þar sem veiðigyðjan hefur heldur betur sýnt honum velþóknun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert