Falleg saga feðgina í Jöklu II

Auður Kristín Pétursdóttir með flugulax úr Jöklu. Brosið segir allt.
Auður Kristín Pétursdóttir með flugulax úr Jöklu. Brosið segir allt. Ljósmynd/Aðsend

Af og til berast Sporðaköstum veiðisögur frá fólki. Hér er ein slík sem Pétur G. Broddason sendi okkur. Hann fór til veiða í Jöklu II ásamt dóttur sinni og gerðu þau frábæra veiði. Hér fylgir sagan.

Auður kominn með annan lax og vaktin var hreinlega frábær …
Auður kominn með annan lax og vaktin var hreinlega frábær hjá þeim mæðginum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég fór þangað í gær, 18.ágúst, ásamt dóttur minni, Auði Kristínu Pétursdóttur. Við feðginin hófum veiði klukkan 8 og veiddum til klukkan 13. Á þessum tíma settum við í tólf laxa og lönduðum átta. Jökla 2 er gríðarlega skemmtilegt, fallegt og krefjandi veiðisvæði með flottum hyljum og breiðum. Þröstur Elliða er svo sannarlega að gera flotta hluti í Jöklunni.

Jökla 2 er ótrúlega fallegt svæði
Jökla 2 er ótrúlega fallegt svæði Ljósmynd/Aðsend

Auður Kristín fekk sinn fyrsta lax á flugu í Jöklu og bætti um betur og tók þrjá til viðbótar. Við lönduðum löxum frá 60 til 84 sentímetrar að lengd. Mikið af fiski var á svæðinu. Þegar stangir voru komnar saman, hjól og taumar á, bað ég Auði um að velja sér flugu úr fluguboxunum. Veiðimaðurinn verður jú að hafa trú á agninu sjálfur. Auður valdi sér fluguna Bóbó nr 14, sem Hilmar Hansson hnýtti. Hver hefði getað ímyndað sér að veiðimenn ættu eftir að hitcha og veiða á flugur af stærðinni 14 í Jökulsá á Dal? Bóbó er nú upphalds fluga Auðar, og jökla uppáhaldsáin. Ég læt fylgja með nokkrar myndir úr veiðiferðinni."

Þau feðgin lentu í veislu eins og aðrir veiðimenn sem voru í Jöklu enda var landað 35 löxum í Jöklu, Þetta var metdagur í ánni að sögn facebooksíðu Veiðiþjónustunnar Strengja sem eru með Jöklu á leigu. Nú styttist í yfirfall í Jöklu en hver dagur telur. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert