Gæsaveiðin hefst á morgun

Gæsaveiðitímabilið hefst í fyrramálið.
Gæsaveiðitímabilið hefst í fyrramálið. Morgunblaðið/Ómar

Gæsaveiðitímabilið hefst á morgun, hinn 20. ágúst. Mörgum skotveiðimanninum finnst það hin formlega opnun á skotveiðitímabilinu þó svo að hreindýraveiðar séu hafnar fyrir nokkru og standi nú sem hæst.

Flestir veiðimenn sem byrja snemma tímabils hefja veiðar á hálendinu eða á heiðum uppi og eru þá oftar en ekki að eltast við heiðagæsina. Þegar kólnar og gæsin fer að sækja í korn og ræktað land færist veiðin yfir í fyrirsát og þá er grágæsin víða alls ráðandi.

Veiðimenn ættu að hafa í huga að vera alltaf með á sér veiðikort og byssuleyfi svo hægt sé að sýna þessi skilríki á veiðislóð.

Mjög hefur fjölgað síðustu ár í heiðagæsastofninum, hins vegar benda tölur frá Bretlandi til þess að grágæsastofninn hafi heldur gefið eftir í ár. Talningarverkefni þar í landi bendir til þess að henni hafi fækkað milli ára.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert