Haustbragur á veiðitölunum

Glæsilegur hængur úr Eystri-Rangá. Áin er í fluggír og er …
Glæsilegur hængur úr Eystri-Rangá. Áin er í fluggír og er komin yfir fimm þúsund laxa. Árni Baldursson

Það má segja að nokkur haustbragur sé að færast yfir vikulegar veiðitölur. Verulega er farið að hægjast í þeim ám sem opnuðu snemma og eru nú á síðustu metrum veiðisumarsins á meðan að síðsumar árnar eru enn í góðum gír.

Eins og áður í sumar er Eystri Rangá búin að vera í fluggír og er komin vel yfir fimm þúsund laxa. Hún er efst og var búið að bóka 5321 lax þar í gærkvöldi.

Ytri Rangá er í öðru sæti með 1699 laxa, samkvæmt vef Landssambands Veiðifélaga, angling.is.

Í þriðja sæti er svo Miðfjarðará sem er komin yfir 1200 laxa og var vikuveiðin þar áttatíu fiskar. 

Í fjórða sæti og jafnframt fjórða áin sem fer yfir þúsund laxa í sumar, er Affallið og var vikuveiðin þar tæplega tvö hundruð laxar.

Urriðafoss í Þjórsá er dottinn niður í fimmta sæti með 943 laxa.

Selá í Vopnafirði er komin í 869 laxa.

Í sjöunda sæti er Haffjarðará með 855 laxa og vikuveiði upp á hundrað laxa.

Norðurá er áttunda sæti með 788 laxa og skammt undan eru Þverá/Kjarrá með 771 lax.

Í tíunda sæti er svo Hofsá með 752 laxa og vikuveiði um 120 fiska.

Líklegt er að Borgarfjarðarárnar eigi eftir að falla niður listann á kostnað síðsumars svæðanna. Þá er líklegt að Affallið sé að hækka sig og gæti endað í öðru sæti. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert