Hvetja til hóflegrar veiði á grágæs

Dr. Arnór Þ. Sigfússon með gæsina Hjördísi. Honum til aðstoðar …
Dr. Arnór Þ. Sigfússon með gæsina Hjördísi. Honum til aðstoðar er Magnús Óskarsson. Ljósmynd/Skotvís

Fyrstu dagar gæsaveiðinnar byrja rólega endur veðuraðstæður ekki upp á það besta fyrir gæsaveiði. Logn víða og sól. Formaður SKOTVÍS tekur undir þetta en félagið vill koma því á framfæri til veiðimanna að veiða hóflega af grágæs þessa vertíð. 

„Við viljum benda veiðimönnum á að samkvæmt talningum í Bretlandi er grágæsin í niðursveiflu þannig að við skorum á veiðimenn að veiða hóflega af henni í haust á meðan við fáum nánari fregnir.

SKOTVÍS er í samstarfi við dr. Arnór Þóri Sigfússon um gæsarannsóknir og styrkti nýverið GPS merkingu á einum kvenfugli. Við munum fylgjast með henni en hún hlaut nafnið HJÖRDÍS. Heiðagæsin er hinsvegar í risastórri uppsveiflu á sögulegum tíma og mætti veiðiálag á henni aukast til muna. Vísbendingar eru uppi um að slíkur þéttleiki geti gengið afar nærri viðkvæmri gróðurþekju á hálendinu,“ sagði Áki Ármann Jónsson formaður SKOTVÍS í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert