Mögnuð maðkaopnun í Eystri

Glæsilegur vorlax úr Eystri-Rangá. Veiðin í gær var með ólíkindum.
Glæsilegur vorlax úr Eystri-Rangá. Veiðin í gær var með ólíkindum. Ljósmynd/Aðsend

Maðkaopnun hófst í Eystri Rangá í gær. Dagurinn skilaði veiði upp á 260 laxa. Þar af komu 201 á land seinnipartinn. Þetta eru í raun ótrúlegar tölur og má til að setja þetta í samhengi geta þess að heildarveiði í Vatnsdalsá í sumar er 251 lax.

Það stefnir í met ár hjá Eystri Rangá og að áin fari í sjö til átta þúsund laxa, jafnvel meira.

Síðustu tölur vikutölur úr Eystri Rangá hljóðuðu upp á 5321. Mesta veiði í Eystri Rangá er tæplega 7500 laxar árið 2007. Afar líklegt er að það met falli í sumar. 

Affallið og Þverá í Fljótshlíð eru líka fullar af laxi eftir vel heppnaðar seiðasleppingar í fyrra. Rólegri gangur er í Ytri Rangá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert