Butlerinn í stórlaxastuði

Jóhann Gunnar Arnarson með hænginn stóra úr Sniðahyl í Hofsá. …
Jóhann Gunnar Arnarson með hænginn stóra úr Sniðahyl í Hofsá. Með honum er Hörður Vilberg. Ljósmynd/Aðsend

Butlerinn, eða Jóhann Gunnar Arnarsson hefur heldur betur verið í stórlaxastuði í Vopnafirðinum í sumar. Fyrir nokkru veiddi hann stærsta lax sumarsins í Selá sem mældist 101 sentimetri. Hann er nú staddur í Hofsá og fékk í gær 99 sentimetra lax í Sniðahyl neðri, á Svartan Frances-kón. Á morgunvaktinni landaði hann svo 97 sentimetra hæng úr Klapparhyl. Sá tók Rauðan Frances hexacon.

Þennan fékk hann svo í morgun í Klapparhyl og mældist …
Þennan fékk hann svo í morgun í Klapparhyl og mældist hann 97 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Stefán Þórarinsson landaði einnig 97 sentimetra hæng úr Klapparhyl í gærkvöldi, sá tók Collie Dog númer 14.

Butlerinn sér um rekstur veiðihúsanna í Vopnafirði, bæði Selá og Hofsá. Hann er nú búinn að jafna stærsta laxinn í Hofsá og hefur veitt þann stærsta í Selá.

Jóhann er meistaramatreiðslumaður og hefur rekið veiðihúsin af stakri snilld. Nú er spurning hvort hann leggur pönnuna á hilluna og einbeitir sér eingöngu að laxveiðinni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert