„Að detta í sitt gamla góða far“

Silfurbjartur nýrenningur tók smáflugu Þorsteins Joð í Þvottalækjarhyl í Hofsá …
Silfurbjartur nýrenningur tók smáflugu Þorsteins Joð í Þvottalækjarhyl í Hofsá kvöld eitt á dögunum. Meðalveiði í ánni er mjög góð í sumar. mbl.is/Einar Falur

Það hef­ur verið önn­ur og mun betri staða í Hofsá en und­an­far­in ár. Það er meira af fiski og smá­lax­inn er að skila sér í meira mæli en á síðustu árum, enda veiðist mjög vel,“ seg­ir Jón Magnús Sig­urðar­son bóndi á Ein­ars­stöðum og formaður Veiðifé­lags Hofs­ár.

Hann er jafn­framt leiðsögumaður við ána og fylg­ist því grannt með veiðinni og veiðimönn­un­um sem hafa verið held­ur bet­ur lukku­leg­ir á bökk­um Hofs­ár í sum­ar. Enda hef­ur meðal­veiði tveggja síðustu vikna verið um tveir og hálf­ur lax á stöng á dag sem er með því allra besta í laxveiðiám með nátt­úru­leg­um stofn­um þetta sum­arið.

„Við finn­um vel að Hofsá er að detta í sitt gamla góða far,“ bæt­ir Jón Magnús við. „Smá­lax­inn hef­ur vantað síðustu ár en nú er hann mætt­ur og bæt­ist við öfl­ug­an stór­laxa­stofn­inn sem læt­ur sig ekki vanta.“

Blaðamaður var við Hofsá í liðinni viku og get­ur, eft­ir að hafa kynnst þess­ari perlu í Vopnafirði vel á síðustu árum, staðfest þessi orð for­manns veiðifé­lags­ins. Það er mikið af fiski í ánni, öll svæði virk og þegar við tökuglaðan smá­lax bæt­ast von­ir um þá stóru, sem gefa sig líka af og til, þá eru veiðimenn ánægðir.

Nær sex á dag á stöng í Selá

Ef horft er til veiðitalna síðustu tveggja vikna úr ám með nátt­úru­leg­an laxa­stofn, sem gefn­ar eru upp á vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is, má sjá að meðal­veiði á stöng hef­ur verið best í systurá Hofs­ár í Vopnafirði, Selá, eða nær sex lax­ar á dag. Í Haffjarðará, sem gef­ur besta veiði á Vest­ur­landi, veidd­ust að meðaltali 4,3 lax­ar á stöng þess­ar vik­ur, um fimm á stöng í Laxá á Ásum, 2,6 í Miðfjarðará, 3,1 í Laxá í Kjós og nær tveir í Langá á Mýr­um. Eins og fyrr seg­ir hafa veiðst um 2,5 lax­ar á stöng í Hofsá að meðaltali síðustu tvær vik­ur.

Jón Magnús end­ur­tek­ur að veiðimenn við Hofsá finni vel fyr­ir því að mun meira sé af fiski í ánni en und­an­far­in ár, en árin 2013 og 2014 urðu gríðar­mik­il flóð í henni sem eyðilögðu marga veiðistaði og talið er að hafi haft slæm áhrif á seiðabú­skap­inn. En nú virðist nátt­úr­an að vera að jafna sig á því, og hylj­ir sem skemmd­ust að koma aft­ur inn og aðrir nýir veiðistaðir að mynd­ast.

„Meðal­veiði síðustu þriggja ára­tuga í Hofsá er um þúsund lax­ar og við verðum ef­laust ná­lægt því. Þegar ég kom hingað fyrst, 2006, þá var hún í tvö þúsund löx­um. Það er al­veg hægt,“ seg­ir hann og hlær vongóður.

Heimild: angling.is
Heimild: angling.is Graf/mbl.is

Stór­ir Hofs­ár­lax­ar heilla

„Neðri veiðisvæðin breytt­ust tals­vert við flóðin en far­veg­ur­inn breyt­ist þar fyr­ir utan alltaf eitt­hvað á hverju ári,“ seg­ir Jón Magnús. „Áin er að jafna sig og svo fer seiðabú­skap­ur­inn líka alltaf eft­ir tíðarfar­inu og hvernig vor­ar og þar með hvernig vöxt­ur seiðanna er. Frá 2016 hef­ur alltaf vorað vel og seiðin hafa stækkað og eru nú að ganga til hafs þriggja ára í stað fjög­urra áður. Í fyrra gekk stór ár­gang­ur til hafs og er að skila sér núna sem smá­lax og sá ár­gang­ur sem fer út núna í sum­ar er líka vel yfir meðaltali. Við von­um að hann skili sér vel á næsta ári. Það gæti því orðið enn betra en núna. Þetta er spenn­andi!“

Hann bæt­ir við að þótt ánægju­legt sé að sjá smá­laxa skila sér í öfl­ug­um göng­um þá sé hlut­fall stór­laxa eft­ir sem áður mjög hátt í ánni og þess­ir klass­ísku stóru Hofs­ár­lax­ar, þykk­ir og sterk­ir, heilli veiðimenn.

Jón Magnús seg­ir að lok­um að það hafi verið minna um er­lenda veiðimenn við Hofsá nú en síðustu sum­ur, vegna kór­ónu­veirunn­ar, en ís­lensk­ir veiðimenn hafi komið inn í staðinn og hafi Hofsá verið uppseld.

Veiðist vel í Eystri og Affall­inu

Rangárn­ar tróna eins og áður hæst­ar á list­an­um yfir afla­hæstu veiðisvæðin. Og sýnu meira hef­ur veiðst í þeirri eystri, veiðin þar var kom­in yfir 5.300 laxa á miðviku­dag­inn var og meðal­veiði á hverja stöng af þeim 18 sem veitt er á nær sex lax­ar á dag. Má vel kalla það mok.

Í Affallið í land­eyj­um, þá nettu á á Njálu­slóð eru sett sömu haf­beit­ar­seiði og í Eystri-Rangá. Þar er veitt á fjór­ar dags­stang­ir og meðal­veiðin síðustu vik­una sex lax­ar á dag og veiðimenn kampa­kát­ir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert