Krókódílatíminn gengur í garð í laxinum

Stærsti laxinn úr Mýrarkvísl til þessa. Matthías Þór Hákonarson er …
Stærsti laxinn úr Mýrarkvísl til þessa. Matthías Þór Hákonarson er afskaplega kátur með þennan feng. 99 sentímetrar. Ljósmynd/Ragna Sif

Hinn svokallaði krókódílatími er genginn í garð. Þetta er tíminn þegar stóri hængurinn verður árásargjarnari. Stóru hængarnir sem margir gengu snemma hafa legið og ekki litið við neinni flugu. Nú er bardaginn um hrygnurnar hafinn og þá færist fjör í leikinn.

Þessi hængar bera nú haustlitina, sem eru bleikir, gulir, gráir og appelsínugulir. Eins og fram hefur komið á Sporðaköstum síðustu daga eru þessir fiskar farnir að veiðast. Við höfum birt myndir af veiðimönnum sem hafa sett í landað slíkum fiskum. Það sem einkennir þá fyrir utan litina er stór krókurinn þannig að þeir eiga jafnvel í vandræðum með að loka skoltinum. En um leið er krókurinn bardagatæki til að berjast um hrygnurnar nú þegar styttist í hrygningu.

Báðir skælbrosandi í hyl 22 í kvílsinni, rétt áður en …
Báðir skælbrosandi í hyl 22 í kvílsinni, rétt áður en þeir fóru hvor sína leið. Ljósmynd/Ragna Sif

Hofsá og Mýrarkvísl svo dæmi séu tekin hafa báðar gefir slíka fiska síðustu daga. Þessum fiskum mun fjölga þegar líður á haustið. Í Hofsá hafa komið 95, tveir 97 og einn 99 sentímetra legnir hængar síðustu daga.

Það er oft á þessum tíma sem veiðimenn setja í metfiskana hundrað plús. Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru af stærsta laxi sumarsins í Mýrarkvísl sem veiddist fyrr í mánuðinum en farinn að taka á sig þetta hefðbundna síðsumars útlit. Þessi lax sem Matthías Þór Hákonarson landaði eftir mikið spretthlaup og klukkustundar langa viðureign mældist 99 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert