Mikil pappírsvinna í kringum laxveiðina

Breski veiðimaðurinn Angus Sloss skráir veiðina í veiðibókina. Þetta er …
Breski veiðimaðurinn Angus Sloss skráir veiðina í veiðibókina. Þetta er sjöunda bókin sem nú er verið að fylla. Ljósmynd/Aðsend

Mörgum veiðimönnum finnst ákveðinn sjarmi yfir því að skrá afla í veiðibók í veiðihúsi að loknum degi. Hluti af þessu er að miðla upplýsingum til þeirra sem á eftir koma og byrja menn gjarnan á að opna veiðibókina og skoða hvað hefur verið að gerast og hvar.

Það er hins vegar lítill sjarmi yfir því að skrá hátt í þrjú hundruð laxa á eina og sama kvöldinu. Þetta hefur gerst ítrekað í Eystri Rangá þar sem veiðin hefur náð hæðum sem ekki hafa fyrr sést þar á bæ.

Bók dagsins klár að taka á móti fleiri löxum. Gunnar …
Bók dagsins klár að taka á móti fleiri löxum. Gunnar Skúli Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sagði hafa verið fremur rólegt í gær. Komu 148 laxar og með þeim skilaboðum fylgdi broskarl. Ljósmynd/GSG

Hver bók tekur þúsund laxa og nú er verið að fylla þá sjöundu. Ljóst er að fleiri bækur þarf og er ómögulegt að segja hversu hár staflinn verður í haust. Veiðin róaðist hefur í gær og komu á land 148 laxar í Eystri.

Skriffinnskan stendur oft langt fram á kvöld þegar stærstu dagarnir hafa komið.

Hér má sjá sumarið eins og það hefur verið skráð. …
Hér má sjá sumarið eins og það hefur verið skráð. Sjötíu veiðidagar að baki og bókin er að duga að meðaltali í tíu daga. Ljósmynd/GSG

Flestar laxveiðiárnar munu komast af með eina bók í sumar en ljóst að nokkrar munu þó fara vel af stað með bók númer tvö og Ytri Rangá þarf örugglega þrjár bækur ef að líkum lætur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert