Þúsundasti laxinn úr Selá í sumar

Ásdís Kristjándsóttir með þúsundasta laxinn úr Selá í Vopnafirði í …
Ásdís Kristjándsóttir með þúsundasta laxinn úr Selá í Vopnafirði í sumar. Þessi hængur tók Rauða Franes númer 16 á gullkrók, á Brúarbreiðu. Ljósmynd/Aðsend

Ásdís Kristjánsdóttir lenti í miklu ævintýri í morgun þegar hún landaði laxi þúsundasta laxinum úr Selá, þetta sumarið. Laxinn var heldur engin smásmíði, 96 sentímetra glæsilegur hængur. Hann tók rauða Frances númer 16 á gullkrók í töfrastaðnum Brúarbreiðu, sem er neðarlega í ánni. Baráttan stóð yfir í fimmtíu mínútur, með rokum, stökkum og skemmtilegheitum. Laxinn hélt á vit frekari ævintýra að lokinni viðureigninni.

Leiðsögumaður Ásdísar var Denni eða Sveinn Björnsson, sá mikli laxahvíslari.

„Veiðin í Selá hefur gengið frábærlega það sem af er sumri og það var frábært að þúsundasti fiskurinn skyldi vera svona veglegur,“ sagði Jóhann Gunnar Arnarson matreiðslumeistari í veiðihúsinu í Selá í samtali við Sporðaköst.

Kaka dagsins. Með áletrun í tilefni af þúsundasta laxinum.
Kaka dagsins. Með áletrun í tilefni af þúsundasta laxinum. Ljósmynd/Butlerinn

Selá er með allra vatnsminnsta móti og þannig hefur Denni leiðsögumaður ekki séð hana svo vatnslitla á sínum tuttugu ára ferli við ána. Þetta hefur leitt til þess að fiskur er minna dreifður en mörg önnur ár og bunkast í lykilstaði.

Skreyting við hæfi. Frances á gullkrók.
Skreyting við hæfi. Frances á gullkrók. Ljósmynd/Butlerinn

Í tilefni dagsins skellti Jóhann Gunnar, eða Butlerinn eins og hann er jafnan kallaður í köku fyrir veiðimenn og gesti. Hún var af dýrari sortinni og skartaði áletrun og veiðistöng og á þeirri stöng var að sjálfsögðu Frances á gullkrók.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert