Gömlu laxveiðiþættirnir birtir á mbl.is

Myndin um Miðfjarðará er merkileg heimild. Hér má sjá Rafn …
Myndin um Miðfjarðará er merkileg heimild. Hér má sjá Rafn Hafnfjörð, þannig mikla veiðisnilling kasta á Túnhyl. Myndbandið verður birt í heild sinni hér á mbl.is Ljósmynd/mbl

Árið 1988 gerði fyrirtækið Bergvík fjóra þætti um laxveiðiár á Íslandi. Fyrir valinu urðu Miðfjarðará, Laxá í Dölum, Laxá í Kjós og Vatnsdalsá. Átta árum síðar bættist svo fimmta áin í safnið og var þá myndað í Elliðaánum.

Margir af eldri veiðimönnum ólust upp við þetta sem eina efnið sem í boði var um laxveiðiár. Þættirnir voru gefnir út á VHS myndböndunum sem var miðill þess tíma.

Laxá í Dölum var mynduð 1988. Margt er breytt.
Laxá í Dölum var mynduð 1988. Margt er breytt. Ljósmynd/mbl

Nú hefur mbl.is samið um birtingu á þessum myndböndum og verða allar fimm myndirnar aðgengilegar hér á síðu Sporðakasta á mbl.

Friðrik Þór Friðriksson annaðist myndstjórn og þulur var Hallgrímur Thorsteinsson. Í myndinni um Miðfjarðará var Rafn Hafnfjörð þulur. Myndin um Elliðaárnar sem tekin var upp 1996 var gerð undir stjórn Ásgeirs Ingólfssonar og er hann jafnframt þulur.

Vatnsdalsármyndin er mögnuð og þar má sjá æsispennandi viðureign við …
Vatnsdalsármyndin er mögnuð og þar má sjá æsispennandi viðureign við stórlax með tilheyrandi hlaupum og spenningi. Ljósmynd/mbl

Þessar myndir eru miklar heimildir um fyrri tíð. Allt er breytt. Veiðireglur, veiðitækni, veiðibúnaður, hugarfar, fatnaður og fleira og fleira. Eitt er þó óbreytt og það er ástríðan fyrir veiðinni og hún kemur vel í gegn í þessum myndum.

Nokkrir af þeim sem koma fram í myndunum eru látnir en vonandi eru þessar myndir falleg minning um mikla veiðimenn.

Laxá í Kjós á gullaldarárunum. Hér er meðal annars Tóti …
Laxá í Kjós á gullaldarárunum. Hér er meðal annars Tóti tönn í essinu sínu að maðka í Höklunum. Ljósmynd/mbl

Auðvitað eru gæðin ekki sambærileg við það sem við þekkjum í sjónvarpi nútímans, en það er eitthvað sem má sætta sig við.

Þættirnir birtast einn af öðrum hér á næstu dögum.

Elliðaárnar í leiðsögn Ásgeirs Ingólfssonar er fimmta og síðasta myndin …
Elliðaárnar í leiðsögn Ásgeirs Ingólfssonar er fimmta og síðasta myndin í seríunni. Ljósmynd/mbl
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert