Sami takturinn í vikutölunum

Ólafur Garðarsson háfar með tilþrifum lax hjá Leifi Kolbeinssyni í …
Ólafur Garðarsson háfar með tilþrifum lax hjá Leifi Kolbeinssyni í Selá. Fallegur smálax sem fékk frelsi eins og allir í Selá. Veiðin þar hefur verið mjög góð í sumar. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Það er fátt sem kemur á óvart í nýjum vikutölum sem birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is. Staðfest er hin mikla veiði í Eystri-Rangá en hún hefur nú gefið rétt tæplega 6.800 laxa. Ljóst er að það stefnir í metveiði í Eystri en fyrra met hljóðaði upp á 7.473 laxa. 

Það er hins vegar ólíklegt að Eystri-Rangá slái út Íslandsmetið sem systuráin Ytri-Rangá á, frá árinu 2008. Þá skilaði Ytri 14.315 löxum. Sennilega verður það met seint slegið.

Vikuveiðin í Eystri-Rangá var upp á 1.470 laxa sem er ótrúleg veiði. Ytri-Rangá skilaði vikuveiði upp á 120 laxa og er að nálgast tvö þúsund laxa í heildina. Hún er í öðru sæti á listanum.

Nýrunninn lax úr Ytri Rangá. Það styttist í að áin …
Nýrunninn lax úr Ytri Rangá. Það styttist í að áin fari í tvö þúsund laxa. Ljósmynd/Aðsend

Miðfjarðará heldur þriðja sætinu og er komin í 1.283 laxa. Vikuveiðin var áttatíu laxar.

Affallið í Landeyjum er í fjórða sæti með 1.060 þrátt fyrir að hafa ekki skilað inn tölum fyrir síðustu viku.

Selá í Vopnafirði er nýjasta áin til að komast í fjögurra stafa tölu og eru þar bókaðir 1.022. Vikuveiðin í Selá var 150 laxar.

Rólegheit eru í Urriðafossi í Þjórsá en þrátt fyrir aðeins níu laxa viku heldur Urriðafoss sjötta sætinu. Ágæt veiði hefur verið á öðrum svæðum í Þjórsá en sú veiði telst ekki með Urriðafossi.

Haffjarðará er komin í 918 laxa og var vikuveiðin um sextíu laxar. Það hefur verið mikið fjör í Haffjarðaránni í sumar og þar er mikið af fiski.

Hofsá í Vopnafirði átti góða viku og veiðimenn þar lönduðu áttatíu löxum í síðustu viku. Hún er í áttunda sæti. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna jafn góða veiði í Hofsá, sem virðist á góðri leið með að ná fyrri styrk sínum.

Norðurá er í níunda sæti eftir fjörutíu laxa viku. Samtals hefur hún skilað 829 löxum. Hefð er fyrir því að Norðurá sé mun ofar á þessum lista.

Tíunda sæti listans skipa svo Þverá/Kjarrá. Þar veiddust tæplega sextíu laxar í síðustu viku og er heildartalan þar 826 laxar. Þverá/Kjarrá gæti enn farið yfir þúsund laxa þar sem haustveiðin þar getur verið mjög góð.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert