Spennandi fluga úr smiðju Palla

Hér má sjá Leif sem er hönnun Palla í Veiðihúsinu. …
Hér má sjá Leif sem er hönnun Palla í Veiðihúsinu. Flottar flugur og gætu gefið í haust. Neðar er Brá sem er einnig fluga úr smiðju Palla og hefur svo sannarlega sannað sig. Ljósmynd/Veiðihornið

Einn af okkar lunknu hnýturum og hönnuðum er Einar Páll Garðarsson, eða Palli í Veiðihúsinu eins og hann er svo oft kallaður. Hann hefur nú hannað nýja flugu og var hún frumsýnd í fyrra. Hún hefur sannað gildi sitt og gott betur. Við leituðum til flugusérfræðings Sporðakasta, Ólafs Vigfússonar í Veiðihorninu, og báðum um mynd og umsögn. 

„Já, það er komin ný fluga frá Einari Páli, Palla í Veiðihúsinu, en hann hefur heldur betur gert margar frábærar flugur á borð við Blue Boy, Sjáandann, Möggu, Tvíburann og fleiri, svo ekki sé minnst á Brá, sem er einnig á þessari mynd.

Nýja flugan heitir Leifur og hún var frumsýnd í fyrrasumar. Þessi fluga er ólík öðrum flugum í litavali og hefur sýnt sig síðustu vikur að vera frábær síðsumars- og haustfluga. Þessi hvíta á myndinni er Brá. Hnýtt á agnarsmáar þríkrækjur, í stærðum fjórtán til átján. Þegar himinninn er blár og sólin skín er Brá fyrsta flugan sem á að setja undir,“ sagði Óli í samtali við Sporðaköst þegar hann var spurður um nýjustu hönnun Palla í Veiðihúsinu.

Leifur er græn í grunninn en miðað við lýsingarnar er hún spennandi kostur þar sem búið er að sýna laxinum allt sem fluguboxið hefur upp á að bjóða.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert