Margar ár að nálgast þúsund laxa múrinn

Veitt í Eystri-Rangá.
Veitt í Eystri-Rangá. Einar Falur Ingólfsson

Metið í Eystri Rangá féll í vikunni og hafa nú verið bókaðir 7689 laxar, en gamla metið var 7473 laxar árið 2007. Sömuleiðis féll metið í Affallinu og er hún núna í fjórða sæti með 1422 laxa. Besta veiði í Affallinu fram til þess var árið 2010 þegar 1021 lax veiddist.

Þó nokkrar ár eru að nálgast þúsund laxa múrinn. Sex ár hafa þegar komist yfir þúsund laxa. Þær eru Eystri Rangá, Ytri Rangá, Miðfjarðará, Affallið, Selá í Vopnafirði og nú er Haffjarðará einnig kominn í fjögurra stafa tölu.

Þessar upplýsingar eru fengnar af heimasíður Landssambands Veiðifélaga angling.is. Þar má sjá að Hofsá í Vopnafirði og Þverá/Kjarrá eru báðar í dauðafæri með að ná þúsund löxum á þessari vertíð. 

Fyrstu lokatölurnar eru farnar að berast og mun þeim fjölga verulega strax í næstu viku.

Haustbragur er á tölunum og veiði víðast hvar farin að róast mikið. Þó geta nokkrar ár gefið hressilega september veiði ef aðstæður eru réttar. Stóra Laxá, Laxá í Dölum og Þverá/Kjarrá geta allar gefið góð haustholl.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert