Bestu haustflugurnar III

Höskuldur með eina af mörgum hausthrygnum sem hafa fallið fyrir …
Höskuldur með eina af mörgum hausthrygnum sem hafa fallið fyrir Flúðinni. Ljósmynd/Aðsend

Við höldum áfram að leita í smiðju reyndra veiðimanna um bestu haustflugurnar. Nú er komið að Höskuldi B. Erlingssyni, leiðsögumanni og lögregluþjóni. Hann hefur verið í leiðsögn í Víðidalsá, Laxá á Ásum og víðar.

„Flúðin er búin að gefa mér stóra laxa í september og merkilegt nokk; flestir voru hrygnur,“ sagði Höskuldur í samtali við Sporðaköst.

Myndin sem fylgir fréttinni er einmitt af Höskuldi með hrygnu sem tók Flúðina í Víðidalsá. „Hún tók í björtu neðst í Silungabakka, en var landað við bílljós í Faxabakka 40 mínútum síðar. Flúðin fluga hefur reynst mér gríðarlega vel síðsumars.“

Annar reynslubolti er Björn K. Rúnarsson í Vatnsdal. „Á haustin myndi ég velja Blue Sapphire í stærð tólf. Mjög traust fluga sem hefur skilað mér mörgum fúlum hængum síðsumars. Svo ef hún klikkar þá er gott að eiga Munroe Killer númer fjórtán i boxinu, svona til vara. Sú bláa hefur gefið mér laxa í Nesi, Vatnsdal og Víðidal bæði á reki og strippuð.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert