Sáttir silungsveiðimenn eftir vertíð

Jón Gunnar með 70 sentímetra bleikju af Jökulbreiðu á svæði …
Jón Gunnar með 70 sentímetra bleikju af Jökulbreiðu á svæði fimm í Eyjafjarðará í ágúst. Jón Gunnar er sáttur við sumarið. Ljósmynd/Aðsend

Um leið og við gerum upp laxveiðisumarið er líka horft til silungsveiðinnar. Nú heyrum við frá tveimur valkinkunnum silungsveiðimönnum. Annar veiðir mest fyrir norðan en veiðilendur hins eru Suðurland.

Fyrst er það Jón Gunnar Benjamínsson, stjórnarmaður Veiðifélags Eyjafjarðarár. Við báðum hann að gera upp sumarið. Hvað hefði verið gott og hver vonbrigðin væru. 

Sem forfallinn bleikjuveiðimaður á Norðurlandi eystra myndi ég gefa sumrinu ágætis einkunn. Bleikjan gekk reyndar óvenju seint en þegar hún skilaði sér var hún í vænna lagi og í þokkalegu magni.

Sjóbirtingurinn tekur svo við í ám eins og Eyjafjarðaránni þar sem ég veiði mest og vonandi að hann skili sér vel eins og hann hefur gert undanfarin ár. Ég er því heilt yfir mjög sáttur.

Vonbrigðin hljóta að vera sá hljómgrunnur sem stóraukið eldi á laxi í opnum sjókvíum er að fá hjá ráðamönnum þjóðarinnar og sveitarstjórnum. Nú er rætt um Eyjafjörðinn í þessu samhengi og það veldur mér áhyggjum og kvíða því þetta er nokkuð sem ég vil ekki sjá að verði hleypt af stað í firðinum fagra.“

Rikarður gerði mjög góða veiði í vor í sjóbirtingnum. Þessa …
Rikarður gerði mjög góða veiði í vor í sjóbirtingnum. Þessa mögnuðu mynd tók hann í Eldvatni í vor. Ljósmynd/Ríkarður Hjálmarsson

Ríkarður Hjálmarsson veiðir mest sunnan heiða og mestur tími hjá honum fer í silung. Rikki sendi Sporðaköstum sitt svar.

„Sumarið var mjög gott hjá mér og eitt það besta í mörg ár.

Vetrarveður í byrjun apríl og náttúran sein að taka við sér gerði það að verkum að silungsveiðin byrjaði hægt en hélst mjög góð og fiskur fallegur.

Sjóbirtingurinn var ekkert að flýta sér til sjávar og veiddi ég vel fram í júní.

Bleikjan á Suðurlandi var mjög falleg bæði í vötnum og ám sem ég veiddi.

Ég fór ekki mikið í laxveiði þetta sumarið. Veiddi aðeins á Suðurlandi þá daga sem ég fór í lax og veiddi vel bæði í Ytri-Rangá og Eystri sem og Fossá.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert