Heimsmet í „happy hour“ í Þverá í sumar?

Þegar Harpa Hlín hugsar til baka var sumarið hreint út …
Þegar Harpa Hlín hugsar til baka var sumarið hreint út sagt frábært. Hún er þriðja frá vinstri. Þessum konum leiddist ekki. Ljósmynd/Aðsend

Harpa Hlín Þórðardóttir er hörku veiðikvendi, hvort sem er á byssu eða stöng. Við erum áfram að gera upp veiðisumarið og Harpa brást vel við beiðni um að svara þeim spurningum sem við höfum beint til valinkunnra veiðimanna.

„Ég vinn í veiðiferðaþjónustu svo venjulega er ég upptekin allt tímabilið, þannig að þær veiðiferðir sem ég hef farið í eru stolnar stundir og ótal verkefni og samviskubit sem hrannast upp á meðan ég er að reyna að njóta mín á bakkanum. 

Stuð og stemning. Fáninn kominn á loft og allt að …
Stuð og stemning. Fáninn kominn á loft og allt að gerast. Ljósmynd/Aðsend

Þetta sumar var öðruvísi, við vorum með fáa erlenda gesti og því skapaðist rými fyrir mig að sinna veiðinni og fjölskyldunni betur en áður svo ég fór afslöppuð í marga góða túra í sumar. Fyrir mig var þetta frábært veiðisumar og veiddi ég oftast ágætlega. Fyndið hvað erfið veiði getur fljótt brotið niður sjálfstraustið en ég kem ágætlega undan sumri sálarlega séð. Ég fór í vina-, kvenna- og fjölskyldutúra í sumar og það sem stendur upp úr var góður félagsskapur. 

Ég hef aldrei veitt eins mikið og á þessu ári. Fyrstu daga ársins vorum við að veiða í Mexíkó, sem var dásamlegt. Svo veiddum við helling í apríl, mest í Leirá. Við ætluðum til Skotlands en þurftum að fresta því. 

Klassísk mynd úr Þverá. Kirkjan í baksýn.
Klassísk mynd úr Þverá. Kirkjan í baksýn. Ljósmynd/Aðsend

Urriðafoss byrjaði ágætlega í júní og eftir vatnsleysið í fyrra var dásamlegt að opna Dalina í vatni og fengum við fína veiði þar.

Ég fékk Maríulaxinn minn í Flókadalsá fyrir 20 árum og náði að halda upp á það með því að fara í kvennaferð í Flókuna í júlí. Það var alveg svakalega skemmtilegt.  

Ég veiddi Laxá í Kjós og Grímsá í fyrsta skiptið í sumar og fannst það alveg dásamlegt, veiddi vel og get ekki beðið eftir að fara þangað aftur. Við gerðum líka gott mót á ION-svæðinu og líka í Blöndu, rétt áður en hún fór á yfirfall. 

Glæsilegt hlaðborð. Enn einn dásemdardagur í paradís.
Glæsilegt hlaðborð. Enn einn dásemdardagur í paradís. Ljósmynd/Aðsend

Svo fór ég í tvo túra í Þverá í lok tímabils, ég veiddi vel í seinni túrnum en ekkert í þeim fyrri en þá vorum við 12 konur úr öllum áttum. Líklega var þetta samt skemmtilegasti veiðitúr sem ég hef farið í, með lengsta og glæsilegasta „happy hour“ allra tíma, eiginlega bara 48 klukkustundir af hlátri og skemmtun.

Það var minna af laxi í ánum í sumar. Bæði kom stórlaxinn seinna og ekki með neinum látum og svo var minna af smálaxi. En ég var oft rétt kona á réttum stað í sumar svo ég fer mjög sátt inn í veturinn. Tímabilið er náttúrlega ekkert búið ennþá samt, við veiðum í Leirá til 10. október.

Þegar ég fer svona yfir þetta í huganum þá var þetta bara geggjað veiðisumar. Já, vá, hvað það er búið að vera gaman!“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert