Krafa um 30 til 50% lækkun á veiðileyfum

Bjarni Júlíusson með stórlax sem hann veiddi í Eystri Rangá …
Bjarni Júlíusson með stórlax sem hann veiddi í Eystri Rangá í sumar. Hann telur mikla þörf á hressilegri lækkun veiðileyfa, sérstaklega þegar horft er til þess að veiðin er niður á við mjög víða. Ljósmynd/Aðsend

Á streymisfundi mbl.is og Sporðakasta, með þátttöku Veiðihornsins, sem haldinn var fyrr í kvöld kom fram krafa frá reynsluboltum í laxveiði til áratuga, um mikla verðlækkun á veiðileyfum. Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veiðimaður í ríflega hálfa öld, sagði þetta hreinlega verða að gerast.

Einar Páll Garðarsson tók í sama streng og býr hann yfir sambærilegri reynslu og Bjarni Júlíusson. Báðir töldu þeir verð á veiðileyfum komið út yfir allan þjófabálk. Þeir töldu eðlilegt að lækka verð um 30 til 50%.

Einar Páll Garðarsson, eða Palli í Veiðihúsinu með tvo fallega …
Einar Páll Garðarsson, eða Palli í Veiðihúsinu með tvo fallega laxa af Gíslastöðum í Hvítá. Hann er í dag orðinn afhuga veiða og sleppa.Hann var sammála Bjarna um lækkun upp á 30 til 50% lækkun á veiðileyfum væri nauðsynleg. Ljósmynd/Aðsend

Árni Baldursson, einn mesti veiðimaður Íslands og leigutaki á fjölmörgum vatnasvæðum viðurkenndi fúslega að þörf væri á umtalsverðri lækkun á verði veiðileyfa.

Bjarni Júlíusson nefndi máli sínu til stuðnings að á nokkrum áratugum hefði verð á veiðileyfum þrefaldast umfram vísitölu og á sama skapi hefðu sex af síðustu tíu laxveiðisumrum verið slök.

Árni Baldursson með leginn hæng úr Miðfjarðará. Heilt yfir telur …
Árni Baldursson með leginn hæng úr Miðfjarðará. Heilt yfir telur Árni að sumarið hafi verið gríðarleg vonbrigði og hann telur verð á veiðileyfum þurfa að endurskoðast. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Ljósmynd/Aðsend

Þessir þrír reynsluboltar sem voru í umræðu panel í kvöld höfðu skiptar skoðanir varðandi fyrirkomulagið veiða/sleppa en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa áhyggjur af stöðunni. Við fjöllum meira um ráðstefnuna og það sem þar kom fram á næstu dögum. Hægt er að sjá streymið í heild sinni inni á síðu Sporðakasta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert