Ný sjónvarpssería um silungsveiði

Ólafur Tómas Guðbjartsson ferðaðist víða í sumar og myndaði silungsveiði. …
Ólafur Tómas Guðbjartsson ferðaðist víða í sumar og myndaði silungsveiði. Sex sjónvarpsþættir með ævintýrum hans verða sýndir á Stöð 2 í vor. Ljósmynd/Aðsend

Ný sjónvarpsþáttaröð um silungsveiði á Íslandi er í framleiðslu. Umsjónarmaður þáttanna er Ólafur Tómas Guðbjartsson. Margir þekkja kappann af samfélagsmiðlum og þá undir nafninu Dagbók urriða, en það er einmitt nafnið á þáttaröðinni sem sýnd verður á Stöð 2 í vor. 

Ólafur Tómas sagði í samtali við Sporðaköst að þetta hefði verið langt og strangt sumar. Hann hefði farið með tökuliði mjög víða og lent í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum. 

Dagbók urriða heita þættirnir og eins og sjá má hér …
Dagbók urriða heita þættirnir og eins og sjá má hér var veitt við fjölbreyttar aðstæður. Ljósmynd/Aðsend

„Ég ferðaðist um landið í sumar í leit að svörum við ýmsum spurningum sem mig hefur lengi langað að fá svör við hvað silunginn varðar. Ég hitti áhugaverðar manneskjur og veiddi við ýmsar aðstæður og veðurskilyrði eins og íslenskir veiðimenn þurfa auðvitað að gera. Og þótt ég hafi veitt í kringum þrjátíu ár, þá er svo margt sem ég hef ekki leitt hugann að sem þó skiptir svo miklu máli fyrir mig til þess að verða betri silungsveiðimaður, hvort sem það viðkemur aðferðum, líffræði fiska, jarðfræði, vatnalíffræði eða skordýralífi. Ég spreytti mig á ýmsum svæðum sem ég hef ekki komið á áður og komst að því að ég á margt eftir ólært þegar kemur að silungsveiðinni. Það opnaðist nýr heimur fyrir mér hvað möguleika til silungsveiða á Íslandi varðar,“ sagði Ólafur Tómas aðspurður um innihald og áherslur nýju sjónvarpsseríunnar.

Silungsveiði nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og í þessari þáttaröð …
Silungsveiði nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og í þessari þáttaröð er einblínt á silunginn. Ljósmynd/Aðsend

Allar tegundir, bleikja, urriði og sjóbirtingur, koma við sögu í þáttunum. „Já, allar tegundir nema laxinn enda er það svo með mína kynslóð af veiðimönnum að ég held að hún sé fyrst og fremst að veiða silung. Fyrir venjulegt fólk er nánast ógerningur að veiða lax á besta tíma. Það er hins vegar mjög viðráðanlegt í silungsveiðinni. Þegar ég lagði meiri áherslu á laxveiðina var maður alltaf að veiða á jaðartímum og það gaf bara lítið,“ sagði Ólafur Tómas.

Þættirnir verða sex talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 næsta vor og eru framleiddir hjá 101 Production.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert