Haugurinn með nýja veiðibók

Haugurinn eða Sigurður Héðinn tekst á við stórlax. Önnur bók …
Haugurinn eða Sigurður Héðinn tekst á við stórlax. Önnur bók hans kemur í verslanir í næsta mánuði. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er jafnan kallaður í höfuðið á hinni fengsælu flugu sem hann hannaði, hefur skrifað aðra veiðibók. Þessi ber hinn áhugaverða titil; Sá stóri, sá missti og sá landaði. 

Eins og fyrri bók Sigurðar Héðins er þessi gefin út af Drápu. Í þessari bók sem fór í prentun í gær setur höfundur fram hugleiðingar sínar um margvísleg mál sem viðkoma laxveiðinni. Segja má að honum sé ekkert óviðkomandi þegar hann velur sér viðfangsefni.

Þessar hugleiðingar eru kryddaðar mörgum og skemmtilegum sögum úr leiðsögn. Bæði er það eigin upplifun og einnig annarra. Uppátæki og óvænt atvik.

Kápumynd af nýju bókinni.
Kápumynd af nýju bókinni. Ljósmynd/Drápa

Fyrsta bók Haugsins kom út í fyrra og var henni vel tekið af veiðimönnum. Eins og var með fyrri bókina er hún vel úr garði gerði og sérstök prýði í bókinni eru teikningar eftir Sól Hilmarsdóttur Hanssonar, stórveiðimanns sem varð sextugur í gær.

Margar flugur sem hafa farið leynt eru kynntar til leiks í bókinni og verður sá kafli án efa lesinn upp til agna.

Bókin er væntanleg í verslanir í næsta mánuði.

Ástæða er til að óska Sigurði Héðni og Ásmundi Helgasyni veiðitvíbura til hamingju með afkvæmið en Ási rekur forlagið Drápu sem gefur út bókina.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert