Veiðimyndir ársins - úrslit

Veiðimynd ársins. Benjamín Þorri missir sig eftir æsispennandi viðureign við …
Veiðimynd ársins. Benjamín Þorri missir sig eftir æsispennandi viðureign við sjötíu sentímetra bleikju í Eyjafjarðará. Ósvikin gleði og mikið af tilfinningum. Ljósmynd/Jón Gunnar Benjamínsson

Þá hefur dómnefnd lokið störfum í veiðimyndasamkeppni mbl, Veiðihornsins og Sporðakasta. Í dómnefnd voru Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Golli eða Kjartan Þorbjörnsson og Ólafur Vigfússon. Það var ekki létt verk að velja bestu myndina því margar skemmtilegar myndir bárust, en aðeins ein mynd getur unnið í hverjum flokki.

Keppt var í fjórum flokkum og efsta myndin er Veiðimynd ársins. Jón Gunnar Benjamínsson tók myndina og fylgdi þessi saga með.

„Þessi mynd er tekin á því augnabliki þegar að Benjamín Þorri fjórtán ára er nýbúinn að renna sjötíu sentímetra bleikjuhæng í háfinn eftir að hafa hlaupið rúma þrjá kílómetra á eftir henni og m.a. þurft að fá far á fjórhjólinu hjá frænda yfir ána því bleikjan tók upp á því að fara í austari kvíslina en veiðimaðurinn var á vesturbakkanum og ekki var hægt að vaða ánna þarna. Þessari stórbleikju var svo sleppt og var hún mjög spræk þegar að hún synti í burtu. Bleikjan tók fluguna Krókinn sem er hnýtt og hönnuð af afa Benjamíns, Gylfa Kristjánssyni og verður því minningunni af þessum fiski mjög líklega aldrei gleymt.“

Myndin sýnir ósvikna gleði og miklar tilfinningar á bökkum Eyjafjarðarár. 

Myndasmiður veiðimyndar ársins 2020 fær Sage Igniter stöng í verðlaun og er það Veiðihornið í Síðumúla sem gefur verðlaunin í öllum flokkum. Til hamingju Jón Gunnar Benjamínsson.

Vinnnigsmyndin í flokknum Stórir fiskar. Hér er Kristrún Ólöf með …
Vinnnigsmyndin í flokknum Stórir fiskar. Hér er Kristrún Ólöf með 95 sentímetra hæng. Umhverfið er magnað og gleðin við völd. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Næst er það sigurmyndin í flokknum stórir fiskar og þar varð fyrir valinu mynd sem Stefán Sigurðsson tók við Urriðafoss í Þjórsá í sumar. Hér er Kristrún Ólöf Sigurðardóttir með 95 sentímetra hæng sem vigtaði níu kíló.

Aðalsteinn Jóhannsson, maður Kristrúnar var með í för og voru þau hjónin búin að ræða að ef fiskur tæki þar sem Kristrún var að fara að kasta yrði að taka mjög fast á fiskinum, en straumur mikill og hraður. Það var einmitt það sem Kristrún gerði og var fiskurinn kominn í háfinn hjá Stefán Sigurðssyni eftir um það bil tvær mínútur. Aðalsteinn telur að þetta hafi verið stysta viðureign sumarsins miðað við þyngd.

Ekki einasta er gleði veiðikonunnar skemmtileg heldur er himininn nánast biblíulegur, eins og Þorsteinn Joð komst að orði.

Myndasmiðurinn Stefán Sigurðsson fær í verðlaun Mclean háf með innbyggðri vigt, frá Veiðihorninu. Til hamingju Stefán.

Signý Sóllilja með
Signý Sóllilja með "urran" sem hún landaði á meðan að pabbi var fastur í drullu. Vinningsmynd í flokknum Veiðikonur. Ljósmynd/Hrannar Pétursson

Veiðikonur

Þessi mynd sem Hrannar Pétursson tók af dóttur sinni heillaði dómnefnd. Hrannar skrifaði með myndinni.

Hjálögð er mynd sem fangar vel veiðigleði dóttur minnar, Signýjar Sóllilju Hrannarsdóttir. Allir fiskar eru í hennar huga jafn glæsilegir, stórir sem smáir. Þennan „urra“ veiddi hún alveg sjálf, á meðan pabbinn stóð fastur í drullu rétt hjá og fylgdist með. Tók hvítan Nobbler.

Verðlaunin fyrir bestu myndina í flokknum Veiðikonur eru Simms G3 Gui­de Gore-tex-dömu­veiðijakki. Falla þau í skaut Hrannars „pabba“ Péturssonar. Til hamingju Hrannar.

Breki, tíu ára með Maríulaxinn á, í Hundasteinum í Elliðaánum. …
Breki, tíu ára með Maríulaxinn á, í Hundasteinum í Elliðaánum. Þennan dag voru fjórir ætliðir saman við veiðar. Vinningsmynd í flokknum Ungir veiðimenn. Ljósmynd/Þorleifur Thorlacius

Þá er það flokkurinn Ungir veiðimenn.

Þar var hausverkur dómnefndar hvað mestur enda bárust mjög margar og skemmtilegar myndir í þann flokk. Sigurmyndin er úr Elliðaánum og er þar á ferð tíu ára veiðimaður, hann Breki Þorleifsson að takast á við maríulaxinn sinn.

Þorleifur Thorlacius tók myndina af syni sínum og sendi þennan texta með.

„Hér er Breki Thorlacius tíu ára með Maríulaxinn (loksins) við Hundasteina í Elliðaánum 4. júlí í sumar. Flugan var Green Brahan longtail númer 16. Hann á ekki fluguveiðistöng og fékk lánaða Hardy stöng frá mér.

Hann fékk tvo aðra til viðbótar þennan dag ( Símastrengur, Hraunið). 

Einnig voru viðstaddir þessa merkilegu stund, langamma Breka, Guðrún E. Thorlacius og afi Breka, Þorsteinn Thorlacius. 
Þau hafa bæði sótt árnar til margra ára og því voru heilir fjórir ættliðir við veiðar í Elliðaánum þennan dag.
Skemmtileg minning fyrir alla.“
Rétt er að vekja athygli á því að Guðrún Thorlacius er handahafi gullmerkis Stangaveiðifélags Reykjavíkur og fyrsta konan sem hlýtur þann heiður. Hún var ákaflega glöð þegar hún fékk fréttir af sigrinum í samkeppninni.
Verðlaunin í flokknum Ungir veiðimenn er Red­ingt­on-krakka­flugu­veiðipakki.
Þau verðlaun fær Þorleifur „pabbi“ Thorlacius og verður þá að meta hvort hann vill áfram lána Breka flugustöng eða leysa það mál til frambúðar. Til hamingju Þorleifur.
Sporðaköst þakka öllum sem sendu inn myndir í samkeppnina að sama skapi er dómnefnd þakkað fyrir sín störf. Til stóð að hóa saman dómnefnd og verðlaunahöfum í hópmynd, en á veirutímum er það ekki talið ráðlegt.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert