Jólamyndband fyrir veiðifólk

Það er að bresta á með jólum og árið senn liðið. Af þessu tilefni ákváðu Sporðaköst að setja saman veiðimyndband þar sem fjölmörg vatnasvæði koma við sögu. Lag Bjarna Hafþórs Helgasonar er kveikjan að þessu myndbandi. Lagið heitir Áin bláa og er hér sungið af Páli Rósinkranz.

Þetta er ekta veiðilag og nýtur sín vel með myndefni frá Steingrími Jóni Þórðarsyni, sem einnig annaðist klippingu á efninu.

Lagið er af diskasafninu Fuglar hugans eftir Bjarna Hafþór.

Með þessu myndbandi vilja Sporðaköst þakka samstarfið og samfylgdina á árinu og óska lesendum gleðilegra jóla og fengsæls árs.

Svo er bara að halla sér aftur og setja allt í botn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert