Skundum á Þingvöll – bleikjan er mætt

Þessum tveimur bleikjum var landað áðan á Öfugsnáða í Þingvallavatni. …
Þessum tveimur bleikjum var landað áðan á Öfugsnáða í Þingvallavatni. 2,5 til 3 pund. Ljósmynd/Gaui

Veiðihjón settu í og lönduðu þremur fallegum bleikjum í Þingvallavatni nú fyrir hádegi. Sporðaköst náðu tali af Guðjóni Þór Þórarinssyni þar sem hann var að veiða á Öfugsnáðanum.

„Við ákváðum að skella okkur á Þingvöll og láta vatnið vita að við værum á lífi. Mjög fljótlega setti konan í bleikju og ég ákvað þá að skella mér út á klappirnar. Ég var búinn að reyna margar flugur og ákvað að prófa lítinn Peacock númer sextán. Þá sé ég bara eina koma og hún tók Peacockinn. Mér finnst þetta alveg magnað svona snemma vors. Fljótlega eftir þetta setti ég í aðra. Það var töluvert líf í vatninu. Uppítökur og fluga og ég man ekki eftir þessu svona snemma,“ sagði mjög kátur Gaui eins og hann er kallaður.

Svona leit Öfugsnáðinn út í morgun. Svo fór hann. Vestanáttin …
Svona leit Öfugsnáðinn út í morgun. Svo fór hann. Vestanáttin að láta á sér kræla og þá datt þetta niður. Ljósmynd/Gaui

Já, er ekki oft talað um að bleikjan sé að koma upp á grynnra vatn þegar birkið fer að bruma?

„Ég hef aldrei séð bleikju taka brum,“ hlær hann. „Ég held að þetta sé vegna þess hversu mildur veturinn hefur verið. Bleikjan mætir bara þegar aðstæður eru réttar og hún er greinilega komin. Ég var að nota flotlínu og um það bil níu feta taum. Hún tók þetta á dauðarekinu.“

Guðjón Þór með svakalega hlussubleikju sem hann veiddi í vatninu …
Guðjón Þór með svakalega hlussubleikju sem hann veiddi í vatninu sínu Úlfljótsvatni í fyrra. Vatnið opnar eftir viku og Gaui verður mættur þá. Ljósmynd/aðsend

Í ljósi þessa segist Gaui mjög spenntur fyrir opnun í „sínu vatni“ sem er Úlfljótsvatn. En þar hafa þau hjónin upplifað mörg ævintýri. Veiði í Úlfljótsvatni hefst 1. maí, sem er næsti laugardagur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert