Einn sá allra stærsti sem sögur fara af

Emil með birtinginn risavaxna úr Geirlandinu. Fiskurinn tók í Ármótum …
Emil með birtinginn risavaxna úr Geirlandinu. Fiskurinn tók í Ármótum og er einn sá stærsti sem sögur fara af. Ljósmynd/SVFK

Einn stærsti sjóbirtingur sem sögur fara af veiddist í Geirlandsá í lok nýliðinnar viku. Það var Emil Birgir Hallgrímsson sem setti í og landaði þessum stórfiski. Hann mældist 102 sentimetrar. Emil er reynslubolti í Geirlandinu og hefur veitt þar í aldarfjórðung.

„Ég get sagt þér það að þetta var mjög skemmtilegt. Það kom eilítið á mig þegar ég sá fiskinn eftir svona tíu til fimmtán mínútna viðureign. Þá hugsaði ég með mér að ég ætti kannski ekki að taka svona fast á honum. Ég var með fimmtán punda taum,“ hló Emil.

Hann veiddi fiskinn í Ármótum og fékk hann á heimasmíðaða útgáfu af Nobbler, sem í hans veiðihópi gengur undir nafninu Kobbler, til heiðurs höfundinum. „Þessi er koparlitaður með svörtu skotti.“

Hann tók ekki ummálsmælingu á fiskinum. „Ég var nú bara að flýta mér að hafa hann sem minnst upp úr. Ég losaði úr honum, lyfti honum bara stutt upp úr fyrir mynd og svo út í. Ég var í töluverðan tíma að koma honum aftur í gang.“

Óskar Færseth greindi frá þessu á facebook-síðu Stangaveiðifélags Keflavíkur, sem er með Geirlandsána á leigu. Hann upplýsti líka að hollið hefði landað 31 birtingi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert