Keppa í veiðiþrennu í sumar

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson verður keppnisstjóri. Hér er hann með …
Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson verður keppnisstjóri. Hér er hann með fallegan lax sem kom úr Sléttukvörn í Deildará. Sporðaköst senda Elíasi afmæliskveðjur en hann á einmitt afmæli í dag. Freyr Guðmundsson

Þeir félagar í Fish Partner hafa verið frjóir í að kynna nýjar hugmyndir og leiki í veiðiheiminum. það síðasta sem þeir ákváðu að brydda upp á er keppni í veiðiþrennu, eða eins konar „Grand slam“-keppni eins og það kallast í Bandaríkjunum.

Þeir félagar hafa ákveðið að aðlaga þessa hugmynd íslenskum aðstæðum. Keppnin gengur út á það að veiðimenn skrá sig til leiks og fá þá yfir helgi aðgang að nokkrum veiðisvæðum. Í kynningu á keppninni segja þeir: „Veitt verður í Soginu á Þrastarlundarsvæðinu, Efri-Brú í Úlfljótsvatni, Kaldárhöfða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, Villingavatnsárósi í Þingvallavatni og í Villingavatni. Um er að ræða eingöngu fluguveiði. Veiðimönnum verður skipt upp og rótera á milli svæða samkvæmt skipulagi. Það veiða allir öll svæðin.

Kristján Páll Rafnsson er ein af aðalsprautum Fish Partner. Hér …
Kristján Páll Rafnsson er ein af aðalsprautum Fish Partner. Hér er hann með urriða úr Köldukvísl á ómerktum veiðistað. Ljósmynd/Steingrímur Jón

Keppnin fer fram í lok júlímánaðar og verður keppnisstjóri Elías Pétur Viðfjörð, oft kenndur við veiðifélagsskapinn Villimenn. Einungis þeir sem eru í veiðiklúbbi Fish Partner, Veiðifélagar, geta tekið þátt.

Veiðifélagar ráða sjálfir hversu alvarlega keppnin er tekin en fyrst og fremst er þetta skemmtipakki þar sem maður er manns gaman eða kannski frekar þar sem fiskur er manns gaman,“ segir í frétt af keppninni á heimasíðu Fish Partner. 

Markmiðið er að veiða lax, urriða og bleikju á þessum dögum. Það má segja að þetta sé vísir að íslensku útgáfunni af „Grand slam“ en þar eru reglurnar þær, svo vitnað sé til Bandaríkjanna, að veiðimaður landi þremur tegundum á sama degi. Til eru ýmsar útgáfur af keppni af þessum toga, bæði fyrir veiði í sjó og einnig í ferskvatni.

En þeir Fish Partnerar leggja miklu áherslu á að fyrst og fremst sé þetta skemmtun, en veiðimenn megi og geti tekið þetta alvarlega.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert