Urriðinn fer að taka þegar krían mætir

Kían er mætt og Nils Folmer segir að hægt sé …
Kían er mætt og Nils Folmer segir að hægt sé að stilla klukkuna eftir henni. Þá byrjar urriðinn að taka við Svörtukletta í Þingvallavatni. Þessi tók Olive Ghost, þyngda. Ljósmynd/NFJ

Einn af reynslumestu urriðaveiðimönnum í Þingvallavatni er án efa Nils Folmer Jorgensen. Hann hefur stundað ION-svæðið mikið og þekkir mörg svæði í vatninu afar vel. Hann fór til veiða í fyrradag í landi Heiðarbæjar II, sem nefnt er Svörtuklettar.

„Það er mín reynsla að um leið og krían er komin til landsins þá fer urriðinn að taka við Svörtukletta. Ég sá í fjölmiðlum að krían væri mætt og ákvað þá að drífa mig af stað. Tveir vinir mínir frá London voru með í för. Við mættum frekar seint og vildum veiða inn í ljósaskiptin, sem er oft besti tíminn. Það var virkilega kalt en fallegt veður. Við vorum vel dúðaðir en við fundum vel fyrir kuldanum,“ upplýsti Nils.

Vatnið var ískalt en á einum og hálfum tíma lönduðu …
Vatnið var ískalt en á einum og hálfum tíma lönduðu þeir fjórum urriðum. Þá voru fingur orðnir tilfinningalausir og þeir sögðu þetta gott. Ljósmynd/NFJ

Reynsla til fjölmargra ára hefur kennt Nils á samhengið milli kríunnar og urriðans við Svörtukletta. „Samt er alltaf spennandi að sjá hvort kenningin gengur upp. Það stóð heima. Við byrjuðum að kasta Olive Ghost með kón og fljótlega heyrðum við splass og urriðinn var greinilega mættur og var að veiða.“

Eftir rúma klukkustund höfðu þeir félagar landað fjórum fallegum urriðum. Ekki þeir stærstu í vatninu en áberandi vel haldnir. „Við vorum orðnir svo loppnir að við vorum ekki lengur með tilfinningu í fingrunum. En eftir að hafa landað þessum fjórum fiskum hættum við alsælir og miðstöðin í bílnum fékk að taka á því. Þetta var fullkomið vorkvöld við Þingvallavatn og hann er mættur við Svörtukletta.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert