Fjórir buðu í veiðirétt í Grímsá

Frá Grímsá í Borgarfirði. Nú tekur við greiningavinna á þeim …
Frá Grímsá í Borgarfirði. Nú tekur við greiningavinna á þeim tilboðum og frávikstilboðum sem bárust í veiðiréttinn. Hreggnasi

Tilboð í veiðirétt í Grímsá og Tunguá voru opnuð á Lex lögmannsstofu í dag. Fjórir gerðu tilboð í réttinn. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Hreggnasi ehf sem er núverandi leigutaki, Freyr Heiðar Guðmundsson fyrir hönd óstofnað félags og loks félagið S8 ehf.

Í krónutölu séð er tilboð Freys hæst en það hljóðaði upp á um fjögur hundruð milljónir króna fyrir leigutímann. Málið er hins vegar mun flókara en svo. Þannig gerðu þrír af tilboðsgjöfum frávikstilboð og voru þau allt upp í fjögur frá einum bjóðanda. 

Það er ljóst að nokkurn tíma mun taka að greina tilboðin, þar sem frávikin varða tímalengd samnings, kostnað og breytingar við veiðihúsið og fleira. 

Stefnt er að því að halda félagsfund í Veiðifélagi Grímsár og Tunguár fljótlega eftir næstu mánaðamót. Á þeim fundi verður lögð fram tillaga frá stjórn félagsins sem félagsfundur greiðir atkvæði um.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert