Á annað hundrað vöðlur voru skoðaðar

Um tíma var þetta eins og í verstöð. Vöðlurnar stöfluðust …
Um tíma var þetta eins og í verstöð. Vöðlurnar stöfluðust upp og Óli og María eru enn að vinda ofan af bunkanum. Ljósmynd/Veiðihornið

„Við höfum aldrei fengið jafnmargar vöðlur inn til yfirferðar og lagfæringar, nú um helgina, eða vel á annað hundrað Simms vöðlur. Þær elstu voru yfir tuttugu ára gamlar og margar tíu til fimmtán ára og vel notaðar. Veiðimaðurinn sem kom með þessar ríflega tuttugu ára gömlu vöðlur er þekkt aflakló og stórfiskasegull. Við töluðum um að það væri fróðlegt að hlusta ef þær vöðlur gætu talað. " sagði kampakátur Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu eftir vel heppnaða Simmsdaga um helgina.

Almennt er umgengni um vöðlur mjög góð, en auðvitað verða …
Almennt er umgengni um vöðlur mjög góð, en auðvitað verða slys, segir Óli. Ljósmynd/Veiðihornið

Hvað er algengasta vandamálið sem þið sjáið?

„Í langflestum tilfellum stafar lekinn af slysagötum til dæmis eftir flugur en auðvelt er að gera við slík slysagöt. Í þeim tilfellum sem við ráðum ekki við viðgerðir, bjóðum við að senda vöðlur út á viðurkennt Gore-tex verkstæði Simms í Noregi.“

Dæmigert gat eftir fluguslys. Hér sést svo greinilega að tvíkrækja …
Dæmigert gat eftir fluguslys. Hér sést svo greinilega að tvíkrækja hefur stungist í gegnum vöðlurnar. Ljósmynd/Veiðihornið

Eitthvað heilræði varðandi vöðlur og umgengni?

„Það er aldrei of brýnt fyrir veiðimönnum að þurrka vöðlurnar sínar eftir notkun, ekki bara að utan heldur líka að innan. Því miður sjáum við of mörg tilfelli þar sem þetta hefur verið trassað en þá vilja límborðar losna upp og í verstu tilfellum geta vöðlur myglað að innan og eru þá ónýtar. En almennt sjáum við að veiðifólk er að ganga vel um búnaðinn, en auðvitað verða slys.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert