Súddi spáir aftur metári í Jöklu

Súddi með 97 sentímetra hæng úr Hólaflúð í Jöklu í …
Súddi með 97 sentímetra hæng úr Hólaflúð í Jöklu í fyrra. Hann spáði meti í fyrra og það gekk eftir. Nú spáir hann aftur meti. Ljósmynd/Aðsend

Súddi, veiðiumsjónarmaður í Breiðdal og nágrenni fyrir austan, er bjartsýnn fyrir sumarið. Hann spáir aftur metári í Jöklu. Hann gerði það hér á þessari sömu síðu fyrir um ári og gekk það eftir. Jökla hefur aldrei gefið fleiri laxa en í fyrra.

„Auðvitað miðast þetta við að við fáum þokkalegar aðstæður. Lendum ekki í yfirfalli snemma. Þó að það sé búið að vera virkilega kalt vor hér fyrir austan þá gleðst ég yfir því. Það er þá minni bráðnun og það er það sem maður vill á þessum tíma,“ sagði Súddi Ólafur Staples í samtali við Sporðaköst.

Hann er aðeins búinn að vera að kasta fyrir bleikju og hefur lent í góðum köflum en yfirleitt fram til þessa verið hálf rólegt í ósnum í Breiðdalsá og víðar. Hann segir okkur veiðisögu.

Glæsileg bleikja sem mældist 52 sentímetrar og Tussuhnúturinn hélt.
Glæsileg bleikja sem mældist 52 sentímetrar og Tussuhnúturinn hélt. Ljósmynd/Súddi

„Ég var að kasta í ósnum og það var ferlega hvasst. Komu endalausar flækjur og ég var að reyna að greiða úr þessu en það var bara fullt af lykkjum. Ég ákvað að toga þetta til og vonast eftir að það greiddist úr þessu. En alls ekki. Sleit bara tauminn. Ég ákvað að hnýta hann saman með Tussuhnút. Ég setti undir flugu sem ég kalla Jöklu. Silfur búkur, blár kragi og hvítt skott. Hún er bara svona köld. Silfrið er klaki, kraginn er snjór og bláa skottið er ís. Áður en ég kastaði kallaði ég á Vignir félaga minn að nú myndi ég setja í stóra bleikju. Ég kastaði aðeins á ská upp fyrir mig og þegar ég var að rétta úr línunni þá var fiskur á. Þetta var stór bleikja, ég fann það strax. Ég þorði ekki að taka fast á henni út af Tussuhnútnum. En eftir nokkurn tíma þá náði ég að háfa hana og hún mældist 52 sentímetrar og var fiskur í mjög góðum holdum,“ hlær Súddi.

Súddi Ólafur Staples, þekki bleikjuna í Breiðdalsá og fleiri ám …
Súddi Ólafur Staples, þekki bleikjuna í Breiðdalsá og fleiri ám sem eru í nágrenninu betur en nokkur maður. Hann segir skilyrði í ár með skrýtnasta móti. Ljósmynd/Aðsend

Hann er stöðugt að kortleggja bleikjuna á þessum tíma og fær oft hjálp frá samkeppnisaðilum, eins og til dæmis lómnum.

„Ég er mikið að fylgjast með stöðunni og ef ekkert er að gerast þá fer ég upp í bíl og sötra kaffi. Þegar ég sé lóminn koma er ég ánægður. Hann er setja hausinn ofan í og skoða. Þegar hann fer að kafa þá fer ég út og kasta á þann stað og þá er oftast að maður setur í hana. Þetta eru leitarhundarnir mínir.“

Heilt yfir segir Súddi að skilyrði núna mjög frábrugðin því sem hann hefur átt að venjast.

En Súddi er mjög spenntur fyrir því að rannsaka betur mörg svæði í Jöklu. "Ég sá í fyrra hyl sem mér fannst líta vel út og það var stór steinn í hylnum. Ég rölti þarna niður eftir og landaði tveimur löxum og einum fimm punda urriða. Þessi staður fékk nafnið Kapaltangi. Þetta er svona á mörgum stöðum og ég ætla að nota sumarið vel til að kortleggja fleiri staði.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert