Mokveiði í maí í Skugga

Mjög flottir fiskar hafa verið innan um, eins og þessi …
Mjög flottir fiskar hafa verið innan um, eins og þessi birtingur. Daníel Njarðarson var enda hæst ánægður með þennan. Ljósmynd/Hreggnasi

Veiðisvæðið Skuggi, sem eru ármót Grímsár og Hvítár hefur verið að gefa virkilega góða sjóbirtingsveiði í maí. Á facebook Hreggnasa ehf sem er með svæðið á leigu, segir að á annað hundrað birtingar hafi veiðst það síðustu daga og fiskar allt upp í sjötíu sentímetra.

Skuggi er þekkt sem spennandi snemmsumars kostur í laxveiði, þegar sá silfraði er að mæta í Grímsá og fleiri Borgarfjarðarár. En sjóbirtingsveiðin í vor hefur komið mönnum ofurlítið á óvart. Í fyrra veiddust á svæðinu á annað hundrað fiskar, en ljóst að veiðin núna eru mun meiri.

Þetta er málið. Bogin stöng og flottur fiskur á endanum.
Þetta er málið. Bogin stöng og flottur fiskur á endanum. Ljósmynd/Hreggnasi

Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa segist ekki kunna einhlíta skýringu á því. „Skilyrði núna kunna að vera mjög hagstæð og svo kann að vera að skráning hafi ekki verið mikil á þessari veiði á árum áður. Mér sýnist að þetta geti farið í hátt í fjögur hundruð birtinga og það bara í maí. Samkvæmt mínum kokkabókum setur það svæðið á stall með bestu sjóbirtingssvæðum landsins,“ sagði Jón í samtali við Sporðaköst.

Veiðimaður vikunnar úr síðustu viku, Helga Kristín Tryggvadóttir með flottan …
Veiðimaður vikunnar úr síðustu viku, Helga Kristín Tryggvadóttir með flottan geldfisk. Ljósmynd/Hreggnasi

Hann benti á að laxinn væri farinn að ganga í Borgarfirði og það styttist í að einhver setji í hann í þann fyrsta. Veitt er á tvær stangir í Skugga og er dæmi um að kvöldveiði hafi verið að gefa allt upp í þrjátíu birtinga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert