Beint úr Silfrinu í silfraða urriða

Formaður Sjálfstæðisflokksins, var fljótur að skipta um galla eftir umræðuþáttinn í morgun í Ríkissjónvarpinu. Bjarni Benediktsson var ásamt öðrum formönnum þingflokka að ræða pólitíkina. Eftir að þættinum lauk, var formannsgallinn lagður hratt og örugglega til hliðar og veiðigallinn tekinn fram.

Hann og félagar héldu í Þingvallavatn, nánar tiltekið á ION svæðið. Þeir lentu í hörkuveiði og voru búnir að landa tuttugu ísaldarurriðum þegar Sporðaköst náðu tali af formanninum. „Þessi síðasti tók Héraeyra og þetta er búinn að vera magnaður eftirmiðdagur hjá okkur. Búnir að landa einhverjum tuttugu fiskum,“ upplýsti Bjarni Benediktsson í samtali við Sporðaköst.

Fjármálaráðherra er haldinn mikilli veiðidellu eins og koma fram í stóru viðtali sem tekið var við hann í Sportveiðiblaðinu á síðasta ári.

Bjarni Benediktsson með fallegan og silfurbjartan ísaldarurriða, sem hann veiddi …
Bjarni Benediktsson með fallegan og silfurbjartan ísaldarurriða, sem hann veiddi fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend

Veiðin á ION svæðinu í vor hefur verið mögnuð. Helsta breytingin er sú að minna er af þessum allra stærstu fiskum, sem mælast 90 plús sentímetrar. Hins vegar eru þessir sextíu til sjötíu sentímetra fiskar í afar góðum holdum og sterkir og menn mega hafa sig alla við.

Bjarni sendi okkur líka myndskeið sem hann tók upp þegar einu af þessum tundurskeytum var sleppt á nýjan leik. Það er ljóst að það var nægur kraftur í þessum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert