„Tók eftir fimm sekúndur“

Stefán Sig­urðsson, leigutaki svæðis­ins við Urriðafoss, með fyrsta lax sumarsins.
Stefán Sig­urðsson, leigutaki svæðis­ins við Urriðafoss, með fyrsta lax sumarsins. mbl.is/Einar Falur

„Þetta tók ekki langan tíma. Hann tók eftir fimm sekúndur,“ sagði Stefán Sig­urðsson, lukkulegur eftir að hafa landað fyrsta laxi sumarsins í morgun, 77 cm, þykkum nýrenningi við Urriðafoss í Þjórsá. 

Stefán Sig­urðsson hjá Iceland Outfitters er leigutaki svæðis­ins við Urriðafoss, hann renndi maðkinum út í strenginn á mínútunni klukkan átta og þremur mínútum síðar var laxinn í háfnum.

Harpa Hlín Þórðardóttir, sem einnig er leigutaki svæðisins, náði skömmu síðar 93 sentímetra hæng. Fisknum var sleppt að lokinni myndatöku.

Harpa Hlín Þórðardóttir með 93 cm hæng sem hún veiddi …
Harpa Hlín Þórðardóttir með 93 cm hæng sem hún veiddi í Þjórsá í morgun. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Náði ekki einu sinni að reima skóna

 „Ég náði ekki einu sinni að reima á mig skóna,“ sagði félagi hans sem háfaði laxinn.

„Þetta er geggjaður fiskur, spikfeitur og vel fram genginn,“ sagði Ein­ar Har­alds­son bóndi á Urriðafossi sem fylgdist kátur með. Einar spáir góðri veiði í sumar og stórlaxa-sumri.

Veitt er á tvær stangir á svæðinu sem Iceland Outfitters er með á leigu. Veiðin hófst klukkan átta eins og áður sagði og tók aðeins fimm sekúndur að fá fyrsta laxinn. Mikill hugur er í veiðimönnum enda mikið af fiski í ánni. Mikill beljandi er í Urriðafossi og hann vatnsmikill.

Stangveiði við Urriðafoss hófst sumarið 2017 og hefur frá fyrsta degi notið mikilla vinsælda. Hefur netum síðan verið fækkað við jarðir í ánni og veiðar á stöng teknar upp á sífellt fleiri svæðum. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert