Þrír maríulaxar úr Þverá

María Björg Ágústdóttir með maríulax úr Kaðlinum. Þessi fiskur mældist …
María Björg Ágústdóttir með maríulax úr Kaðlinum. Þessi fiskur mældist 83 sentímetrar og tók Evening dress fluguna. Ljósmynd/Aðsend

Þrír maríulaxar eru komnir á land í kvennaholli sem nú er að veiðum í Þverá. Sá fyrsti kom í gærkvöldi úr Kaðalstaðastreng og var það lúsugur og vel haldinn smálax. Í morgun gaf svo „Kaðallinn“ annan maríulax. 83 sentímetra hrygnu og veiðimenn þar misstu þrjá til viðbótar. Þriðji maríulaxinn kom svo úr Flatarhyl sem er ofarlega í Þverá og mældist hann 73 sentímetrar.

Báðir laxarnir sem veiddust í morgun voru fallegar og vel haldnar hrygnur. Ekki lúsugar en glæsilegir vorfiskar. Egill Jóhann Kristinsson var leiðsögumaður þeirra Maríu og Írisar í morgun. „Við lentum bara í skemmtilegri veiði. Þær lönduðu báðar maríulaxi, við vorum að missa fiska og reisa. Þetta var alveg kærkomið líf,“ sagði Egill í samtali við Sporðaköst.

Íris Ósk Laxdal með maríulax úr Flatarhyl. Egill Jóhann Kristinsson …
Íris Ósk Laxdal með maríulax úr Flatarhyl. Egill Jóhann Kristinsson var leiðsögumaður þeirra í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Þá kom 88 sentímetra fiskur í Brennunni í morgun og annar minni. 

Kjarrá opnar í fyrramálið og vita menn af löxum sem eru komnir þangað upp eftir.

Síðasta holl í Norðurá gaf fimm laxa og voru þar komnir tólf laxar á land. 

Lax hefur sést í Elliðaánum og þá greindi facebooksíða Miðfjarðarár frá því í dag að í Vesturánni hefðu sést um þrjátíu laxar í nokkrum veiðistöðum. Opnun þar er hinn 15. júní.

Leiðrétting

Í ljós kom að laxatalning í Miðfjarðará var gömul frétt frá aðdraganda opnunar í fyrra. Eitthvað hefur sést af laxi, en tölur ekki staðfestar fyrir þetta ár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert