Tóti tönn hefur engu gleymt

Tóti tönn hefur engu gleymt og landaði tveimur af þremur …
Tóti tönn hefur engu gleymt og landaði tveimur af þremur löxum sem veiddust í Kjarrá í gær á opnunardegi. Þessi veiddist í Efri - Johnson. Ljósmynd/IÁ

Tóti tönn, eða Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og veiðimaður til mjög margra áratuga er að opna Kjarrá í Borgarfirði. Þrír laxar komu á land þar í gær, á opnunardegi og var Tóti með tvo þeirra. Hann er á níræðisaldri en veiðimaðurinn í honum er ekki nema rétt um þrítugt.

Tóti í essinu sínu. Hann er á níræðisaldri en hann …
Tóti í essinu sínu. Hann er á níræðisaldri en hann ætlar sér að veiða marga daga í sumar. Hann er síst að slá af. Ljósmynd/IÁ

Tóti er á stöng með Ingólfi Ásgeirssyni leigutaka í Kjarrá.  Ingólfur sagði í samtali við Sporðaköst að 83 sentímetra lax hefði veiðst í Efra - Rauðabergi í gær og svo hefði Tóti fengið 84 sentímetra fisk í Efri - Johnson. „Já og svo sleit karlinn upp einn í Réttarhyl,“ upplýsti Ingólfur.

Það er ágæt staða á vatni í Kjarrá, en þar eins og víðar er útlit fyrir að bíða þurfi eftir smálaxinum þar til fjör fer að færast í hlutina.

Kunnugleg stelling hjá tannlækninum.
Kunnugleg stelling hjá tannlækninum. Ljósmynd/IÁ

Angling.is, vefur Landssambands veiðifélaga birti í morgun fyrstu vikutölur yfir laxveiðina. Þar kemur fram að Urriðafoss í Þjórsá var kominn með 99 laxa í bók og er sá hundraðasti líkalega þegar kominn á land.

Norðurá var með 15 og Blanda þrjá miðað við skráða veiði í gærkvöldi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert