Hrun í bleikju, Grenlækur og afránið

Bleikjustofnar hafa minnkað nær samfellt frá aldamótum og víða má tala um hrun. Á sama tíma er mikil aukning á sjóbirtingi. Guðni Guðbergsson fer yfir þessa stöðu í spjallþætti Sporðakasta.

Hann ræðir einnig stöðuna í Grenlæk sem nú er þurr á stórum kafla. Samkomulag var gert um vatnsstjórnun árið 2016, sem átti að tryggja vatn í Grenlæk og fleiri ár. Ef ekki verður komið vatn í haust er hætt við að sagan verði öll.

Rannsóknir Guðna og félaga leiddu í ljós að afrán á seiðum í Vesturdalsá, þegar þau gengu til sjávar var um helmingur. Þetta kom vísindamönnum mjög á óvart og vilja þeir skoða þessa hluti betur.

Guðni Guðbergsson fer yfir þessi mál og fleiri í spjallþætti dagsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert